Einn stærsti leikur blaktímabilsins er í kvöld þegar toppliðin í Mizunodeild kvenna mætast í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins. KA sem er á toppnum sækir Aftureldingu heim og ljóst að annað af þessum frábæru liðum missir því af bikarúrslitahelginni.
Það má því búast við svakalegum leik klukkan 19:30 að Varmá í Mosfellsbæ og hvetjum við alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar áfram í næstu umferð, áfram KA!