KA tekur á móti Þrótti R. á laugardaginn

Næstsíðasti leikur deildarkeppninnar (mynd: EBF)
Næstsíðasti leikur deildarkeppninnar (mynd: EBF)

Baráttan heldur áfram í Mizunodeild kvenna í blaki um helgina þegar KA tekur á móti Þrótti Reykjavík klukkan 15:00 á laugardaginn. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar og þurfa á sigri að halda til að færast skrefi nær Deildarmeistaratitlinum!

Leikurinn er liður í næstsíðustu umferð deildarinnar og er KA með þriggja stiga forskot á toppnum. Stelpurnar gætu því klárað deildina með sigri og ef Afturelding misstígur sig í sínum leik gegn HK á sama tíma.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs, áfram KA!