U19 í blaki

Þjálfarar U19 landsliðanna í blaki hafa nú valið í liðin sem halda til Kristiansand í Noregi í 15. nóvember n.k. til þátttöku í Norðurlandamóti. Tólf stúlkur og tólf drengir eru í liðunum og þar af á Blakdeild KA 9 fulltrúa – 5 drengi og 4 stúlkur. Þjálfarar liðanna eru Filip Szewczyk sem er með drengjaliðið og Emil Gunnarsson sem er með stúlkurnar. Þess má geta að Filip er þjálfari hjá KA.

Þeir leikmenn sem voru valdir eru eftirtaldir:


Valþór Ingi Karlsson
Ævarr Freyr Birgisson
Benedikt Rúnar Valtýsson
Gunnar Pálmi Hannesson
Sævar Karl Randversson

Alda Ólína Arnarsdóttir
Hólmfríður Ásbjarnardóttir
Eva Sigurðardóttir
Hafrún Hálfdánardóttir

Þess má einnig geta að í stúlknaliðinu er Auður Anna Jónsdóttir sem er alin upp hjá KA og var einn besti leikmaður kvennaliðsins síðustu ár. Hún er nú flutt suður yfir heiðar og spilar með Aftureldingu í vetur.