Fyrsti hluti íslandsmóts yngri flokka í blaki fór fram að Varmá í Mosfellsbæ á dögunum. Á þessu fyrsta móti var keppt í 2. og 4. flokki. Blakdeild KA sendi 4 lið til keppni að þessu sinni karla og kvennalið í 2. flokki og tvö lið í 4. flokki kvenna.
Í 4. flokki A-liða urðu stelpurnar okkar í 3. sæti en í flokki B-liða urðu þær í 7. sæti. Mikil leikgleði og barátta var í okkar stelpum og verður gaman að fylgjast með þeim áfram.
Í 2. flokki urðu KA-liðin í 3. sæti í báðum flokkum. Hjá strákunum voru þetta hörkuleikir og þurfti oddahrinu til að knýja fram úrslit í öllum leikjum þeirra nema einum. Þess má geta að allir strákarnir eru í 3. flokki. Stelpurnar stóðu sig einnig vel og sigruðu með nokkrum yfirburðum í 4 af 6 leikjum. Í hinum tveimur þurftu þær að játa sig sigraðar þrátt fyrir mikla baráttu.