Mæðgur í blaki
Leikur KA og Fylkis í blaki kvenna fór fram í KA-heimilinu á Akureyri á laugardaginn. Leikurinn var jafn og spennandi.Leikur beggja liða var þó
nokkuð kaflaskiptur. Fylkir vann fyrstu hrinuna 25-21 eftir að KA hafði verið yfir 12-7. KA vann aðra og þriðju hrinu 25-18 og 25-20. Í fjórðu hrinu
gerðu KA stúlkur mikið af mistökum og vann Fylkir hrinuna auðveldlega 25-15. KA tók sig á í fimmtu hrinu og sigraði hrinuna örugglega 15-7 og
þar með leikinn 3-2.
Það er skemmtilegt frá því að segja að mæðgur áttust við í leiknum. Hugrún Ólafsdóttir leikmaður Fylkis
er mamma Dagnýar Ölmu Jónasdóttur leikmanns KA. Meðfylgjandi er mynd af þeim mæðgum fyrir leikinn.
Úrslit hrina.KA-Fylkir:
21-25
25-18
25-20
15-25
15-7
Stigahæstu leikmenn KA:
Eva Sigurðardóttir 17 stig
Friðrika Marteinsdóttir 14 stig
Hafrún Hálfdánardóttir 14 stig
Stigahæstu leikmenn Fylkis:
Krista Monika Makinen 11 stig
RasaTatuké 10 stig
Berglind Valdimarsdóttir 7 stig
Hugrún Ólafsdóttir 7 stig
Þegar rýnt er í stigaskor liðanna kemur í ljós að leikmenn KA skoruðu samtals 66 stig og fengu 35 stig vegna mistaka andstæðinga. Stig
leikmanna Fylkis voru 41 en 53 stig fékk liðið vegna mistaka KA stúlkna.KA liðið á það til að detta verulega niður og gera þá
mikið af mistökum. Með því að bæta og einbeitingu keppnisanda leikmanna ætti liðið að geta bætt leik sinn og árangur í
leikum verulega.