Stelpurnar tóku Stjörnuna 3-1 í blakinu

Kvennalið KA fylgdi í fótspor karlanna og vann sinn leik gegn Stjörnunni. Eftir mikið basl í tveimur fyrstu hrinunum náði KA undirtökunum og vann að lokum öruggan 3-1 sigur. Hulda Elma Eysteinsdóttir bar liðið á herðum sér og tók málin í sínar hendur þegar á þurfti að halda. Hún skoraði 27 stig en Auður Anna var með 16 og Birna 14.

 

KA-Stjarnan  3-1      (28-26, 17-25, 25-16, 25-10)

KA byrjaði leikinn fremur illa og móttakan var alveg úti á túni. Aðeins Auður Anna virtist klár í átök á meðan aðrir lykilmenn voru hver öðrum slappari. Stjarnan leiddi 12-17 þegar Hulda Elma fór í uppgjafarreitinn og náði hún að snúa taflinu með eitruðum sendingum yfir netið. KA skoraði níu stig í röð og komst í 21-17. Ballið var hins vegar rétt að byrja enda liðið enn á hælunum. Stjarnan jafnaði í 21-21 en KA virtist ætla að hafa hrinuna í stöðunni 24-22. Svo fór þó ekki og staðan breyttist í 24-25. Smá neisti frá Birnu og mikilvægar reddingar frá varamönnum liðsins keyrðu hrinuna að lokum í gegn og KA mátti þakka fyrir 28-26 sigur.

Önnur hrinan byrjaði ágætlega hjá KA en í stöðunni 12-6 hreinlega hrundi leikur liðsins. Stjarnan skoraði tíu stig í röð og KA vaknaði upp við vondan draum í stöðunni 12-16. Enn var það móttakan sem brást og var eins og sumir leikmenn væru að spila með bundið fyrir augun. Stjarnan bætti svo bara í og vann að lokum 17-25.

Nú þótti Huldu nóg komið og hún ásamt Birnu drifu liðið áfram í næstu hrinum sem unnust mjög auðveldlega 25-16 og 25-10. Stjörnustúlkurnar virtust hreinlega sprungnar og því varð mótstaðan ekki mikil.


 

Nafn

Stig

S-B-U

Uppgjöf

Móttaka

Sókn

Blokk

Vörn

Hulda Elma

27

18-2-7

7-14-0

2-13-2

18-8-4

2-1-0

9

Auður Anna

16

13-1-2

2-9-2

0-0-0

13-6-7

1-3-0

4

Birna

14

9-3-2

2-15-0

9-11-1

9-7-3

3-5-1

9

Una

6

0-0-6

6-6-4

0-0-0

0-7-0

0-2-0

1

Alda Ólína

5

3-0-2

2-6-2

1-4-3

3-6-1

0-0-0

1

Harpa

1

0-1-0

0-11-1

1-2-0

0-3-0

1-1-0

5

Sesselja

0

0-0-0

0-0-0

6-3-1

0-0-0

0-0-0

5

Guðrún

0

0-1-0

0-3-3

0-0-0

0-0-0

0-0-0

1

Eva

0

0-2-0

0-0-0

0-0-0

0-0-0

0-0-0

0