02.04.2007
Í Hagaskóla sigraði Þróttur Reykjavík vængbrotið KA lið í 1. deild kvenna. Þróttur sigraði fyrstu hrinuna á 12 mínútum, 25-7. Önnur hrinan fór 25-17 og sú þriðja 25-13. Seinni leiknum lauk einnig með öruggum sigri Þróttara 3-0 (25-22, 25-14, 25-6) en talsvert marga spilara vantaði í lið KA í þessum leikjum. Með sigrinum tryggði Þróttur sér deildarbikarinn og mætast þessi lið aftur í úrslitakeppninni 10. og 12. apríl nk.
02.04.2007
KA menn unnu Þrótt frá Reykjavík í tvígang um helgina í karlaflokki. Fyrri leiknum lauk 1-3 (21-25,22-25,25-22,22-25) og þeim síðari 2-3 (26-24,25-21,19-25,19-25,14-16) eftir að Þróttur hafði komist í 2-0. Uppspilarinn Filip Szcewcyk var í leikbanni í síðari leiknum og kom það því í hlut Davíð Búa Halldórssonar að spila upp og fórst honum það vel úr hendi.
02.04.2007
KA menn voru sigursælir á lokahófi Blaksambands Íslands sem fram fór um helgina. Davíð Búi Halldórsson fékk verðlaun sem stigahæsti leikmaðurinn, bæði alls og í sókn. Einnig fékk hann viðurkenningu sem bestur í móttöku. Það dugði þó ekki til sem besti leikmaðurinn heldur féll sá heiður í skaut Störnumannsins Wotjek Bachorski. Davíð var annar í kjörinu.
20.02.2007
KA lék tvo leiki við ÍS í Hagaskóla í 1. deild karla um helgina. KA sigraði í báðum leikjunum og lyftu sér upp fyrir HK í annað sæti deildarinnar.
12.02.2007
KA stúlkur töpuðu fyrir Þrótti frá Neskaupsstað í tveimur leikjum um helgina. Báðum leikjunum lauk 0-3 (13-25, 13-25 & 15-25 á föstudag og 18-25, 17-25 & 14-25 á laugardag) fyrir gestunum sem verma annað sætið í deildinni. Móttakan hjá heimaliðinu var afar slök í leikjunum tveimur og reyndist liðinu því erfitt að byggja upp almennilegar sóknir.
30.01.2007
KA menn léku tvo leiki við Íslands- og bikarmeistara Stjörnunar á Íslandsmótinu um helgina. Skemmst er frá því að segja að Stjarnan hafði betur í báðum leikjunum 3-1.