KA menn fyrstir til að fá stig gegn Stjörnunni

KA menn léku tvo leiki við Íslands- og bikarmeistara Stjörnunar á Íslandsmótinu um helgina. Skemmst er frá því að segja að Stjarnan hafði betur í báðum leikjunum 3-1.

Stjarnan náði forystunni eftir fyrstu hrinuna sem þó var jöfn og spennandi en lauk 22-25. KA sigraði svo í næstu 25-21 en það var jafnframt fyrsta taphrina Stjörnumanna á Íslandsmótinu í vetur. Gestirnir voru svo sterkar í seinni hrinunum tveimur og lauk þeim 18-25 og 22-25.

KA byrjaði laugardagsleikinn af miklum krafti og unnu fyrstu hrinuna 25-22. Þeir höfðu svo yfirhöndina lengst af í næstu hrinu en Stjörnumenn sigu fram úr í lokinn og lauk henni 25-27. Þeir gengu svo á lagið og unnu tvær næstu hrinur 17-25 og 21-25 og leikinn þar  með.

Davíð Búi Halldórsson var atkvæðamestur KA manna að vanda, skoraði grimmt og gerði fá mistök hvort heldur í sókn eða vörn. Anton Ingi Þórarinsson og Hilmar Sigurjónsson léku einnig mjög vel.

KA komst með stigunum upp fyrir HK í annað sæti deildarinnar. Sjá stöðuna hér.