22.10.2007
KA og Stjarnan mættust um helgina í uppgjöri toppliðana en bæði lið voru jöfn að stigum fyrir helgina með 6 stig. Það er skemmst frá því að segja að Íslands- deildar og bikarmeistararnir í Stjörnunni unnu bæði leikina þann fyrri á Föstudaginn nokkuð öruggt 3-1 og einnig seinni leikinn á Laugardaginn í háspennuleik 3-2.
19.10.2007
KA- Starnan (25-22) (17-25) (17-25) (14-25). Myndir frá leiknum má finna undir Myndir og KA - Stjarnan október 2007Liðin eigast aftur við á morgun laugardag kl 16:00 í KA heimilinu. Meira síðar.
17.10.2007
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar úr Garðarbæ koma norður um helgina og spila við KA menn. Leikirnar fara fram kl. 20:00 á föstudag og kl 16:00 á laugardag. KA menn hafa styrkt lið sitt verulega frá í fyrra og fóru vel af stað er þeir lögðu ÍS í tvígang um síðustu helgi og því til alls líklegir á heimavelli gegn Íslandsmeisturunum. Við hvetjum norðlendinga til að mæta á leikinn og styðja strákana. Áfram KA !!!
17.10.2007
Kvennalið KA spilar sinn fyrsta leik í annarri deildinni næstkomandi mánudag við Völsung á Húsavík. Leikurinn hefst klukkan 21:00.
16.10.2007
Um helgina mættu KA menn liði Stúdenta
27.09.2007
Eitthvað er um meiðsli í herbúðum KA en...
13.09.2007
Við blakdeildinni viljum bjóða byrjendur í 3 flokki sérstaklega velkomna á æfingar. Í þriðja flokki eru krakkar sem eru í 9-10 bekk í grunnskóla og allt upp í 1. bekk í framhaldskóla en flokkurinn er nú 3 ár í stað tveggja áður.
13.09.2007
Æfingar yngriflokka fara mjög vel af stað og mættu t.d. 20 strákar á æfingu í 4.-5. flokki. Einnig mættu 17 stelpur á fyrstu æfingu í 6.-7. flokki. Blakdeild KA býður upp met fjölda flokka í vetur en alls eru yngriflokkarnir 7 sem boðið er uppá - sjá nánar undir "Æfingatafla" í valmyndinni. Það er því óhætt að segja að starf deildarinnar fari vel af stað í vetur.
11.09.2007
Góð mæting var á fyrstu æfingar yngri flokka í gær og mættu t.d. 17 stúlkur í 6 og 7 flokki á æfingu í Laugagötu. Æfingar í flestum flokkum hefjast í dag kl 18:00 í KA heimilinu.