KA menn unnu Þrótt frá Reykjavík í tvígang um helgina í karlaflokki. Fyrri leiknum lauk 1-3 (21-25,22-25,25-22,22-25) og þeim síðari 2-3 (26-24,25-21,19-25,19-25,14-16) eftir að Þróttur hafði komist í 2-0. Uppspilarinn Filip Szcewcyk var í leikbanni í síðari leiknum og kom það því í hlut Davíð Búa Halldórssonar að spila upp og fórst honum það vel úr hendi.Að leik loknum fékk liðið afhent verðlaun fyrir þriðja sætið í deildinni.Liðið mætir HK í undanúrslitum og fer fyrsti leikurinn fram þriðjudaginn 10. apríl klukkan 20.30 í Digranesi. Annar leikur liðanna fer svo fram í KA heimilinu fimmtudaginn 12. apríl klukkan 19.30. Ef liðin vinna sitt hvorn leikinn fer fram oddaleikur í Digranesi laugardaginn 14. apríl.
Lokastaðan í deildinni