Tveir sigrar gegn ÍS

KA lék tvo leiki við ÍS í Hagaskóla í 1. deild karla um helgina. KA sigraði í báðum leikjunum og lyftu sér upp fyrir HK í annað sæti deildarinnar.

Fyrsta hrinan á föstudagskvöldið var jöfn og spennandi  en lauk með sigri KA 27-25, ÍS átti litla möguleika í annarri hrinunni sem lauk einnig með sigri gestanna 25-16. KA reyndust líka sterkari á lokasprettinum í þriðju hrinunni og lauk henni 25-23 og KA sigraði því með þremur hrinum gegn engri. Davíð Búi Halldórsson var stigahæstur KA manna með 16 stig, Hafsteinn Valdimarsson skoraði átta og Hilmar Sigurjónsson sex.

 

Seinni leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda. KA sigraði í fyrstu hrinunni eftir langa og stranga baráttu 30-28. Önnur hrinan var áþekk þeirri fyrri nema núna voru það heimamenn sem náðu að knýja fram sigur 28-26 og það gerðu þeir einnig í þeirri fjórðu 25-23. KA menn voru þá komnir upp við vegg og urðu að vinna tvær næstu hrinur, sem þeir og gerðu 17-25 og 11-15 í oddahrinunni. Úrslitin því 3-2 KA í vil. Davíð Búi var stigahæstur með 17 stig og Hilmar skoraði 16.