KA: KA liðið náði sér ekki á strik í síðustu leikjum sínum þar sem það tapaði fyrir Þrótti í tveimur leikjum. Liðið er eins og stendur í fjórða sætinu með 9 stig en ÍS eru þar næst á undan með 11 stig en hafa leikið einum leik meira.KA verða án Filip í kvöld þar sem hann er í banni eftir rauða spjaldið í síðasta leik og verður því gamla kempan Haukur Valtýsson í uppspilinu í kvöld.
HK: HK liðið hefur ekki byrjað vel þetta tímabil og eru eins og er í neðsta sætinu með aðeins tvö stig og eiga enn eftir að vinna leik. Þeir hafa misst marga leikmenn frá því í fyrra en meðal þeirra eru Valur Guðjón sem fór í Þrótt R., Todor Marinov sem fór í ÍS og Ólafur Viggóson sem flutti til Ítalíu. Það er því ljóst að HK ætla að mestu að treysta á ungu leikmennina sína og verður athyglisvert að sjá hvernig þeir standa sig.
Blakdeild KA hvetur sem flesta að fjölmenna á leikinn og hvetja KA menn til dáða.