05.12.2012
Sex krakkar frá Tennis- og badmintondeild KA fóru á Unglingamót TBS á Siglufirði
sl. laugardag, 1 desember. Þau sem tóku þátt fyrir hönd TB-KA voru Kristín Halldórsdóttir, Viktor Már Árnason, Helgi
Brynjólfsson, Sigmar Ágúst Reykjalín Hjelm, Anton Heiðar Erlingsson og Snorri Már Óskarsson en bæði Kristín og Snorri Már voru
að keppa á sínu fyrsta badmintonmóti. Allir krakkarnir stóðu sig mjög vel, Viktor sigraði í einliðaleik í flokki U-11, Helgi sigraði
í einliðaleik í flokki U-13 og Helgi og Sigmar sigruðu í tvíliðaleik í flokki U-13. Allir skemmtu sér mjög vel og endað var á
að fara saman út að borða á Siglufirði áður en haldið var heim.
05.10.2012
Um helgina verður mikið að gera hjá badmintonfólki þegar nýstofnuð Tennis- og badmintondeild KA efnir til afmælismóts, en spilað verður
bæði í Íþróttahöllinni og KA-heimilinu.
17.09.2012
6. – 7. Október 2012
Helgina 6.- 7. Október nk. verður haldið unglingamót TB-KA, Tennis- og badmintondeildar
KA, og verður mótið tileinkað 150 ára afmæli Akureyrarbæjar og því að í ár eru 65 ár
síðan að fyrsti badmintonleikurinn var spilaður undir merkjum KA.
29.08.2012
Nú eru æfingar að hefjast hjá Tennis og badmintondeild KA (áður TBA).
Þjálfarar okkar í vetur verða þau Sonja Magnúsdóttir og Rainer Jessen íþróttakennari.
Æfingar verða í íþróttahöllinni við Skólastíg á eftirfarandi tímum:
þriðjudagar: 16:00-18:00
fimmtudagar: 16:00-18:00
sunnudagar: 15:00-17:00
Sonja mun sjá um þjálfun á sunnudögum, Rainer á þriðjudögum og fimmtudögum.
Við byrjum á að vera með opna tíma fyrir alla iðkendur og er fyrsti tíminn þriðjudaginn 4. september klukkan 16:00
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.