Flýtilyklar
Fréttir
13.03.2025
Íslandsmet hjá Alex á móti lyftingadeildar KA
Íþróttamaður KA árið 2024, Alex Cambray Orrason, bætti enn einni skrautfjöður í hattinn þegar hann bætti Íslandsmet sitt í sameiginlegum árangri um 12,5kg. á Íslandsmótinu í kraftlyftingum með búnaði um þar-síðustu helgi. Alex varð stigahæstur á mótinu.
Lesa meira
06.03.2025
KA og Þór framlengja samstarf um Þór/KA til 2026
Aðalstjórnir og stjórnir knattspyrnudeilda KA og Þórs hafa komist að samkomulagi um framlengingu á samstarfssamningi sínum um sameiginlegt meistaraflokkslið kvenna í knattspyrnu, Þór/KA, til loka tímabilsins 2026
Lesa meira
05.03.2025
KA óskar eftir starfskrafti
Knattspyrnufélag Akureyrar leitar nú að öflugum aðila í allskyns verkefni í daglegu starfi KA. Við leggjum upp úr jákvæðni og þjónustulipurð sem fellur vel við samskipti við börn og unglinga. KA skipar mikilvægt hlutverk í akureyrsku samfélagi og leggjum við metnað okkar í að sinna því vel og vandlega
Lesa meira
05.03.2025
Fjögur lið KA á bikarúrslitahelginni
Stærsta helgi ársins í blakhreyfingunni er framundan þegar úrslitahelgi Kjörísbikarsins fer fram í Digranesi í Kópavogi dagana 6.-8. mars. Karla- og kvennalið KA eru komin í undanúrslitin og ætla sér sæti í úrslitaleikjunum sem fara fram á laugardeginum
Lesa meira
03.03.2025
Tvö gull og eitt silfur í bikarkeppni HSÍ
Handknattleiksdeild KA eignaðist tvo bikarmeistara um helgina auk þess sem ein silfurverðlaun bættust við í safnið er úrslitahelgi Poweradebikarsins fór fram að Ásvöllum. Strákarnir og stelpurnar á yngra ári fimmta flokks stóðu uppi sem bikarmeistarar og stelpurnar í 3. flokki fengu silfur
Lesa meira
27.02.2025
Þrjú lið KA og KA/Þórs í bikarúrslitum
Skemmtilegasta helgin í íslenskum handbolta er framundan þegar úrslitaleikir í Powerade bikarnum fara fram að Ásvöllum. Það myndast ávallt afar skemmtileg stemning á leikjunum en einstaklega gaman er að úrslitaleikir í öllum aldursflokkum fara fram í sömu umgjörð
Lesa meira
25.02.2025
Jóan Símun snýr aftur í KA!
KA barst heldur betur góður liðsstyrkur fyrir komandi sumar er Jóan Símun Edmundsson skrifaði undir hjá félaginu en þessi 33 ára gamli framherji/miðjumaður er einhver besti leikmaður í sögu Færeyja
Lesa meira
23.02.2025
Martha í goðsagnarhöll handboltans
Martha Hermannsdóttir var í gær tekin inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA og er hún fyrst í sögu kvennaliðs KA/Þórs til að vera tekin inn í höllina góðu. Martha var vígð inn fyrir leik KA/Þórs og Víkings í gær en stelpurnar hömpuðu sjálfum Deildarmeistaratitlinum að leik loknum
Lesa meira
20.02.2025
Goðsagnaleikur Hamranna
Þetta er leikurinn sem þú vilt ekki missa af! KA-goðsagnirnar Sverre Jakobsson, Heimir Örn Árnason, Andri Snær Stefánsson, Guðlaugur Arnarsson og Jónatan Magnússon spila sinn allra síðasta handboltaleik!
Lesa meira