Flýtilyklar
Fréttir
08.11.2022
Eiður ráðinn afreksþjálfari og Bane framlengir
Knattspyrnudeild KA framlengdi í dag samninga sína við þá Branislav Radakovic og Eið Ben Eiríksson. Branislav eða Bane eins og hann er iðulega kallaður hefur verið markmannsþjálfari KA frá árinu 2018 auk þess sem hann hefur aðstoðað markmenn yngriflokka félagsins
Lesa meira
01.11.2022
Ívar Örn valinn besti leikmaður KA
Knattspyrnudeild KA fagnaði frábærum árangri sumarsins á Evrópufögnuði sínum í Sjallanum um helgina. Sumarið var gert upp og voru hinir ýmsu leikmenn verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína er KA náði sínum næstbesta árangri í sögunni
Lesa meira
31.10.2022
Myndaveislur er KA tryggði 2. sætið
KA tók á móti Val í lokaumferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn í blíðskaparveðri á Greifavellinum. Fyrir leikinn var KA í 2. sæti deildarinnar og alveg ljóst að strákarnir ætluðu sér sigur gegn sterku liði Vals og um leið tryggja silfurverðlaun sem er besti árangur KA frá árinu 1989
Lesa meira
31.10.2022
U17 áfram í milliriðil í forkeppni EM
U17 ára landslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í milliriðli í forkeppni EM en íslenska liðið varð í 2. sæti í sterkum riðli sem leikinn var í Makedóníu undanfarna daga. Þrír leikmenn KA léku með liðinu en þetta eru þeir Elvar Máni Guðmundsson, Ívar Arnbro Þórhallsson og Valdimar Logi Sævarsson
Lesa meira
30.10.2022
Nökkvi markakóngur og bestur í Bestu deildinni
Nökkvi Þeyr Þórisson er markakóngur Bestu deildarinnar en það varð ljóst eftir lokaumferð deildarinnar í gær. Nökkvi sem átti stórbrotið sumar með KA gekk til liðs við Belgíska liðið Beerschot þegar enn voru sjö umferðir eftir af tímabilinu, þrátt fyrir það tókst engum að skáka Nökkva og er hann því markakóngur
Lesa meira
28.10.2022
Þakkir til stuðningsmanna og velunnara KA
Sagt er að haustið sé tími uppskerunnar. Nú hefur veturinn formlega gengið í garð og enn eigum við KA menn eftir að spila einn leik í deild hinna bestu. Við erum nú, byrjun vetrar, að uppskera eftir langt og strangt keppnistímabil
Lesa meira
27.10.2022
Evrópuhappdrætti KA
Við verðum með happdrætti í kringum Evrópufögnuðinn magnaða á laugardaginn og eru fjórir RISA vinningar í boði
Lesa meira
24.10.2022
Elfar Árni framlengir út 2024
Elfar Árni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2024. Þetta eru frábærar fréttir enda er Elfar Árni algjör lykilmaður í liði KA og verið það síðan hann gekk í raðir okkar fyrir sumarið 2015
Lesa meira
22.10.2022
Jajalo framlengir við KA út 2024
Kristijan Jajalo skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn KA út 2024. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Jajalo gekk til liðs við KA fyrir sumarið 2019 og heldur betur staðið fyrir sínu í rammanum síðan þá
Lesa meira
21.10.2022
Daníel valinn í A-landsliðið
Daníel Hafsteinsson var í dag valinn í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem leikur vináttulandsleik gegn Sádi-Arabíu þann 6. nóvember næstkomandi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá eru þeir Ívar Örn Árnason og Þorri Mar Þórisson valdir í hópinn til vara
Lesa meira