Fréttir

Góður árangur KA keppenda í júdó á Vormóti JSÍ

Keppendur frá KA stóðu sig með prýði á nýafstöðnu Vormóti JSÍ sem haldið var hér á Akureyri. Félagið átti sex keppendur á mótinu sem allir náðu mjög góðum árangri í sínum flokkum. Nokkrir keppendanna kepptu í sínum fyrstu mótum og lögðu góðan grunn að frekari framförum í íþróttinni.

Nýr þjálfari hjá Júdódeild KA - Eirini Fytrou

Við hjá Júdódeild KA erum spennt að tilkynna að Eirini Fytrou mun taka við sem nýr aðalþjálfari Júdódeildar KA. Eirini kemur frá Grikklandi og er með yfir 30 ára reynslu í júdó. Hún býr yfir mikilli þekkingu, færni og ástríðu fyrir íþróttinni. Eirini er þjálfari sem trúir því að allt byrji með því að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Hún leggur ómældan metnað í nemendur sína og hefur sérstaka hæfileika til að hjálpa þeim að ná sínum besta mögulega árangri.

Unnar Þorgilsson í þriðja sæti á Íslandsmóti fullorðinna í júdó

KA maðurinn Unnar Þorgilsson lenti í þriðja sæti á Íslandsmóti fullorðinna í júdó um síðustu helgi en hann keppti í -81kg. flokki. Unnar er gríðarlega öflugur keppnismaður sem sýnir sig með þessum frábæra árangri. Innilega til hamingju með árangurinn Unnar !

Þröstur Leó Íslandsmeistari í júdó

Þröstur Leó Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í U15 ára um helgina. Þröstur sem hefur æft af kappi í vetur sigraði allar sínar viðureignir á Ippon. KA fór með tíu manna keppnishóp á Íslandsmótið og náði hópurinn frábærum árangri

Líf og fjör á Norðurlandsmóti í júdó

Um helgina hélt júdódeild KA Norðurlandsmót í júdó í KA heimilinu. Alls voru 34 keppendur frá þremur klúbbum norðurlands, Pardusi frá Blönduósi, Tindastóli frá Sauðárkróki auk júdódeildar KA. Langflestir keppendur voru að keppa á sínu fyrsta móti og því mikil spenna og eftirvænting meðal keppenda. Þátttökuverðlaun voru veitt fyrir aldursflokkinn 6-10 ára. Tveir flokkar voru í ungmennaflokkum. Í -46kg flokki voru úrslit eftirfrandi: 1. Bjarkan Kató Ómarsson (KA), 2. Þröstur Leó Sigurðsson (KA), 3. Sigtryggur Kjartansson (KA). Í -50kg.: voru úrslit eftirfarandi: 1. Jón Ari Skúlason (KA), 2. Gísli Valberg Jóhannsson (KA) 3. Caitlynn Morrie Sandoval Mertola (Tindastóli). Í unglingaflokki í -73kg.: 1. Birkir Bergsveinsson (KA). 2. Þröstur Einarsson (Pardus) 3. Freyr Hugi Herbergsson (Tindastóll). Í fullorðins flokki í +100 kg.: 1. Björn Grétar Baldursson (KA). 2. Snæbjörn Rolf Blischke Oddsson (KA) 3. Breki Mikael Adamsson (KA).

Birgir Arngríms með silfur - Ingólfur meiddist á öxl

Birgir Arngrímsson gerði sér lítið fyrir og landaði 2. sæti í judo á vormóti seniora um síðustu helgi. KA átti tvo keppendur, þá Birgi Arngrímsson og Ingólf Þór Hannesson. Báðir kepptu í -90 kg. flokki. Birgir sigraði allar sínar glímur á ippon nema á móti öflugum Grikkja sem sigraði flokkinn. Ingólfur Hannesson varð fyrir því óláni að meiðast á öxl í fyrstu glímu og gat því ekki tekið meira þátt í mótinu.

KA ungmenni stóðu sig vel á Vormóti JSÍ

Ungir KA menn náðu góðum árangri í bæði 18 ára 21 árs flokki um helgina í Judo en mótið var haldið í KA heimilinu. Í flokki undir 18 ára vann Margrét Matthíasdóttir til gullverðlauna í 63kg. flokki kvenna og Samir Jónsson til silfurverðlauna í -66 kg þyngdarflokki karla.

Birkir Bergsveinsson með brons á Reykjavik Judo Open.

Birkir Bergsveinsson átti gott mót og lenti í þriðja sæti á Reykjavik Judo Open um helgina. Reykjavik Judo Open er alþjóðlegt mót sem hefur farið stækkandi undanfarin ár og í ár voru tæplega 50 erlendir keppendur mættir til leiks.

Byrjendaæfingar í judo

Judodeild KA er að fara af stað með byrjendaæfingar í judo fyrir 15 ára og eldri. Æfingar verða á miðvikudögum frá kl. 17:30 - 18:30 og verða fram að jólum. Fyrsta æfing hefst miðvikudaginn 19. október. ATH! judogalli fylgi með æfingagjöldunum.

Judoæfingar eru að hefjast

Judoæfingar hefjast mánudaginn 22. ágúst í KA heimilinu. Judoæfingar eru fyrir alla einstaklinga frá 6 ára aldri (1. bekk). Við bjóðum alla velkomna að prófa, nýja sem gamla iðkendur.