Fréttir

Þrjú brons á RIG 2018

KA menn gerðu góða ferð á Reykjavíkurleikana. Þeir Alexander Heiðarsson, Arnar Þór Björnsson og Karl Stefánsson nældu sér í brons. Íslendingar fengu samtals tvö silfur og sjö brons á leikunum þannig að árangur okkar manna er góður. Við óskum þeim til hamingju.

WOW REYKJAVÍK INTERNATIONAL GAMES

WOW REYKJAVÍK INTERNATIONAL GAMES er nú í fullum gangi. Keppni í JÚDÓ hefst laugardaginn 27. janúar kl.10 í Laugardagshöll. Sýnt verður frá keppninni á ríkissjónvarpinu kl. 14:30. Á Reykjavíkurleikana koma afar sterkir þátttakendur frá fjölmörgum löndum og í ár koma keppendur frá Tékklandi, Frakklandi, Bretlandi, Póllandi, og auðvitað frá Norðurlöndunum. Margir heimsklassa júdómenn hafa verið á meðal þátttakenda frá upphafi, bæði heims og Ólympíumeistarar og í fyrra var fyrrum Evrópumeistari, Marcus Nyman á meðal þátttakenda. Í ár hafa erlendir keppendur aldrei verið fleiri og jafnari og verða allir okkar bestu judo menn og konur á meðal þátttakenda. Daginn eftir mót verður haldin sameiginleg æfing með öllum keppendum sem Petr Lacina landsliðsþjálfari Tékka mun stjórna en hann er þjálfari eins þekktasta judo manns heims Lukas Krpalek, Evrópu, heims og Ólympíumeistara. Ásamt Petr hafa umsjón með æfingunni landsliðsþjálfarar Íslands (u18, u21 og seniora) þau Anna Soffía Víkingsdóttir, Hermann Ragnar Unnarsson og Jón Þór Þórarinsson. Keppendur frá KA eru Adam Brands Þórarinsson, Alexander Heiðarsson, Arnar Þór Björnsson, Dofri Vikar Bragason, Edda Ósk Tómasdóttir, Hekla Dís Pálsdóttir og Karl Stefánsson

Íþróttamaður Akureyrar

Alexander Heiðarsson og Anna Soffía Víkingsdóttir úr Júdódeild KA urðu í þriðja sæti í kjöri til Íþróttamanns og Íþróttakonu Akureyrar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi í kvöld. Þá var Sandra Stephany Mayor valin íþróttakon Akureyrar. Um það var samið þegar júdófólk úr Íþróttafélaginu Draupni gengu inn í KA s.l. sumar að Draupnir mundi tilnefna til Íþróttamanns Akureyrar vegna 2017 og er það skýringin á þessu fyrirkomulagi. Anna Soffía gat ekki verið viðstödd en Edda Ósk tók við viðurkenningum fyrir hennar hönd. Við óskum Alexander og Önnu Soffíu innilega til hamingju.

Afmæliskaffi fór fram í gær | Alexander, Berenika og Karen María fengu Böggubikarinn

Húsfyllir var á afmæliskaffi KA sem fram fór í gær í KA-heimilinu. KA fagnar í dag 90 ára afmæli.

Alfreð Gíslason með skilaboð til KA manna

90 ára afmæli KA verður haldið með pompi og prakt í KA-Heimilinu þann 13. janúar næstkomandi. Það er ljóst að þetta verður veisla sem enginn tengdur félaginu vill missa af. Kóngurinn sjálfur, Alfreð Gíslason, er með skýr skilaboð til allra KA manna!

Uppskeruhátíð Júdósambands Íslands

Anna Soffía júdókona ársins og Alexander efnilegastur

KA - Selfoss | Stærsti leikur ársins | Patti kemur heim

KA fær Selfoss í heimsókn í 16-liða úrslitum CocaCola-bikars karla í handbolta. Leikurinn hefst kl. 19:00 á fimmtudaginn og þarf liðið á öllum þeim stuðning að halda sem fólk getur veitt.

Alexander keppir í Cardiff

Alexander Heiðarsson á leið á Opna Walesska í Cardiff með landsliðinu í Júdó.

Opnað hefur verið fyrir skráningu í júdó.

Júdó er fyrir alla sem hafa náð 4 ára aldri og aldrei of seint að byrja.

Vetrarstarf í júdó að hefjast

Æfingar hefjast 4. september. Til að byrja með fara skráningar fram hjá þjálfara á æfingu. Nánari upplýsingar veitir Adam í síma 863 4928.