Fréttir

Judoæfingar eru að hefjast

Judoæfingar hefjast mánudaginn 22. ágúst í KA heimilinu. Judoæfingar eru fyrir alla einstaklinga frá 6 ára aldri (1. bekk). Við bjóðum alla velkomna að prófa, nýja sem gamla iðkendur.

Anna Soffía tvöfaldur íslandsmeistari í júdó

Anna Soffía Víkingsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði tvöfalt á íslandsmeistaramóti í júdó um helgina en hún keppir fyrir hönd KA. Anna Soffía kom ákveðin til leiks og sigraði allar sínar glímur á ippon eða fullnaðarsigri á mótinu. Alls hefur Anna Soffía Víkingsdóttir orðið nítján sinnum íslandsmeistari í júdó.

Gylfi og Hannes keppa á RIG á morgun

Reykjavík International Games eða RIG fer fram á morgun, laugardag, og munu þeir Gylfi Rúnar Edduson og Hannes Snævar Sigmundsson keppa fyrir hönd júdódeildar KA. Gylfi mun keppa í flokki -73 kg og Hannes í -66 kg flokknum

Hekla, Gylfi og Birkir kepptu fyrir hönd Íslands

Júdódeild KA átti þrjá fulltrúa í landsliði Íslands sem kepptu á opna finnska meistaramótinu á laugardaginn. Þetta voru þau Hekla Dís Pálsdóttir, Gylfi Rúnar Edduson og Birkir Bergsveinsson en þau stóðu sig með miklum sóma og voru félagi sínu og þjóð til fyrirmyndar

Júdóæfingar falla niður þessa viku

Kæru foreldrar og iðkendur í júdó. Vegna aukinna smita í grunnskólum Akureyrar hefur stjórn júdódeildar ákveðið að fella niður æfingar hjá grunnskólakrökkum út komandi viku (4. - 8. október).

Komdu í júdó!

Æfingar júdódeildar KA hefjast 6. september næstkomandi og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að kíkja á æfingu upp í júdósal KA-Heimilisins og upplifa þessa stórskemmtilegu íþrótt

Allir keppendur KA á pall og Breki Íslandsmeistari

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í júdó og átti Júdódeild KA alls níu fulltrúa á mótinu, sex drengi og þrjár stúlkur. Eftir erfiðan vetur voru krakkarnir spenntir að fá að reyna á sig á stóra sviðinu og ekki stóð á árangri hjá þeim

Júdóæfingar hefjast hjá yngriflokkum

Æfingar fyrir börn fædd 2005 og síðar hefjast samkvæmt æfingatöflu á morgun miðvikudag 18. nóv. Júdóæfingar barna mega hefjast aftur, samkvæmt nýrri reglugerð sem tekur gildi á morgun 18. nóv. Verður börnum fæddum 2005 og síðar heimilt að mæta aftur til æfinga. Gunni og Berenika eru full tilhlökkunar og klár í að taka við krökkunum, líkleg tilbúin með ný tök og jafnvel köst líka.

Júdóæfingar falla niður

Sæl verið þið ágæta júdófólk og forráðamenn. Vegna þess ástands sem ríkir í nærumhverfi okkar og hertra reglna sem taka eiga gildi nú um miðnætti höfum við tekið þá ákvörðun að fella niður allar æfingar frá og með deginum í dag (föstudag 30. október) þar til annað verður ákveðið.

Orðsending vegna júdóæfinga næstu daga

Mikilvægasta vörnin gegn COVID-19 í tengslum við æfingar er að farið sé eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og nokkur kostur er. Heimilt er að stunda keppnisíþróttir og við stefnum því á að halda úti júdóæfingum eins og kostur er. Undanþága frá 1 metra reglu fyrir iðkendur og þjálfara gildir aðeins á æfingasvæðinu, ekki utan þess.