Fréttir

KA júdókonur með fjögur brons á NM

Norðurlandameistaramótið í júdó var haldið um helgina og átti júdódeild KA fjóra keppendur á því móti að auki sem Anna Soffía þjálfari og landsliðsþjálfari dró fram gallann fyrir sveitakeppnina. Alexander keppti í -60 kg flokki í undir 21 árs. Hann byrjaði af krafti og sigraði glímu á glæsilega en því miður var þetta ekki dagurinn hans og náði hann ekki á pall í þetta skipti, en hann hefur verið á palli á nánast öllum mótum sem hann hefur keppt á erlendis

Alexander með silfur á Budo-Nord Cup í Svíþjóð

Alexander varð í öðru sæti í dag á Budo-Nord Cup hér í Svíþjóð. Hann var mjög nálægt gullinu sem mun skila sér síðar. Alexander sannaði það í dag að hann er nú einn albesti júdómaður í hans flokki á Norðurlöndunum.

KA með keppendur á Budo Nord í Svíþjóð

Þau Alexander, Ísabella Nótt, Berenika, Gylfi, Hannes, Árni, Hekla og Kristín munu á morgun keppa fyrir hönd KA á Budo Nord mótinu í Lundi í Svíþjóð. Þjálfarinn þeirra, Adam Brands verður þeim til halds og trausts. Mótið er gríðarlega sterkt en um 450 keppendur frá 15 löndum keppa.

Alexander og Berenika Íslandsmeistarar

Um helgina fór fram Íslandsmót fullorðinna í júdó en mótið var haldið í Laugardalshöll í Reykjavík. KA sendi 10 keppendur til leiks og kom heim með 2 Íslandsmeistaratitla, 2 silfur og 2 brons.

Flott uppskera á Íslandsmótinu í júdó

Iðkendur í júdódeild KA hömpuðu alls 5 Íslandsmeistaratitlum á Íslandsmóti yngri flokka í júdó um helgina. KA átti 17 keppendur á Íslandsmótinu sem kepptu í 19 flokkum en alls var keppt í 28 flokkum á mótinu og því fín þátttaka hjá félaginu

Aðalfundur Júdódeildar 17. apríl

Aðalfundur Júdódeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 17. apríl næstkomandi klukkan 18:45 Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að mæta.

Vormót JSÍ fór fram í KA-Heimilinu í dag

Í dag fór fram Vormót Júdósambands Íslands í KA-Heimilinu og heppnaðist það afar vel. Alls kepptu 25 keppendur í 8 mismunandi þyngdarflokkum og var eðlilega mikið líf í salnum. Keppendur fyrir hönd KA stóðu uppi sem sigurvegarar í 4 flokkum en það voru þau Hekla Pálsdóttir, Alexander Heiðarsson, Dofri Bragason og Helgi Guðnason

Vormót fullorðinna í júdó í KA-Heimilinu á laugardaginn

Vormót Júdósamband Íslands í flokki fullorðinna verður haldið næsta laugardag í KA-Heimilinu. Mótið hefst klukkan 10:00 og mótslok áætluð uppúr hádegi. Frítt verður inn og er íþróttaáhugafólk hvatt til að mæta enda er orðið langt síðan júdómót hefur verið haldið í KA-Heimilinu

Afmælismót JSÍ

Afmælismót JSÍ í yngri flokkum (U13/U15/U18/U21) var haldið í dag laugardaginn 17. febrúar. Mótið var afar fjölmennt og stóð frá kl. 10 til rúmlega 15. Það sáust margar glæsilegar viðureignir okkar lið stóð sig vel utan vallar sem innan. Hér má sjá keppendur og árangur KA manna: Berenika BERNAT (U18 63kg Gull og U21 63kg Gull) Hekla PÁLSDÓTTIR (U18 70kg Gull og U21 70kg Gull) Gylfi EDDUSON (U18 -50kg Silfur) Baldur GUÐMUNDSSON (U18-55kg Silfur) Birkir BERGSVEINSSON (U15 -46kg Silfur) Árni ARNARSSON (U18-60kg Silfur) Kristín GUÐJÓNSDÓTTIR (U18 21kg Brons) Snæbjörn BLISCHKE (U15 73kg 4. sæti)

Alexander keppir á Danish Open

Alexander Heiðarsson mun halda til Danmerkur á morgun þar sem hann mun taka þátt í Opna danska meistaramótinu í júdó. Hann fer til Danmerkur ásamt fimm öðrum landsliðsmönnum á vegum Júdósambands Íslands en keppir einn fyrir KA. Mótið er feiknar sterkt. Mótherjar hans eru ekki aðeins sterkustu júdómenn Skandinavíu heldur einnig Hollands og Bretlandseyja. Alexander keppir í flokki fullorðinna í -60kg á laugardeginum og á sunnudaginn keppir hann í undir 21 árs einnig í -60 kg. en sjálfur er hann 17 ára. Að móti loknu dvelur hann í æfingabúðum fram á miðvikudag. Sýnt verður beint frá mótinu og verður slóðina að finna á netinu á laugardaginn. Mótið fer fram í Vejle. Hér er slóðin þar sem finna má útsendinguna: https://www.facebook.com/MatsumaeCup.DanishOpen/ http://danishopenjudo.dk/