Uppskeruhátíð Júdósambands Íslands

Anna Soffía og Alexander
Anna Soffía og Alexander

Uppskeruhátíð Júdósambands Íslands fór fram í dag í húsakynnum ÍSÍ.

Anna Soffía Víkingsdóttir var valin júdókona ársins og Alexander Heiðarsson var valin efnilegasti  júdómaður Íslands. Hans Rúnar Snorrason fékk heiðurgráðuna 2. dan og dómari ársins var valin Jón Kristinn Sigurðsson. Edda Ósk Tómasdóttir fékk bronsmerki  JSÍ  fyrir störf í þágu júdó.

Við óskum þessum KA konum og mönnum innilega til hamingju.