KA fær Selfoss í heimsókn í 16-liða úrslitum CocaCola-bikars karla í handbolta. Leikurinn hefst kl. 19:00 á fimmtudaginn og þarf liðið á öllum þeim stuðning að halda sem fólk getur veitt.
Selfoss leikur undir stjórn Patreks Jóhannessonar, sem gerði garðinn frægann með KA hér á árum áður. Patrekur er því að snúa aftur í KA-heimilið og verður gaman að sýna honum að gamla góða stemmingin er ennþá til staðar á gula og bláa gólfinu.
Selfoss leikur í úrvalsdeild og er eitt skemmtilegasta lið deildarinnar. Þeir eru í fjórða sæti um þessar mundir og hafa verið að spila vel.
KA liðið er sem fyrr í efsta sæti Grill66 deildar karla og verður gaman að sjá hvernig strákarnir okkar ná að spila gegn þessu firnarsterka Selfoss-liði.
Leikurinn hefst kl. 19:00 í KA-heimilinu á fimmtudaginn. Fyrir leik verður gefins heitt kakó, piparkökur, mandarínur og tvíreykt hangilæri! Það kostar 1000kr inn en það er frítt fyrir 16 ára og yngri. Við minnum á að ársmiðar gilda ekki á bikarleiki.
Við reiknum með því að sýna leikinn á KA-TV og hefst útsending rétt fyrir klukkan 19:00, smelltu hér til að fylgjast með útsendingunni.