86 ára gamall júdómeistari fær 9. dan

Hinn áttatíu og sex ára gamli taívanski Chen Tsai-chi náði þeim merka áfanga að fá 9.dan þann 31. Desember sl. Gráðan er nokkurs konar heiðurgráða og fær hann hana fyrir ævistarf sitt, m.a. fyrir að kenna grunnskólabörnum judo í 53 ár.  Hann hefur æft judo frá 15 ára aldri.  9.dan er næsthæsta gráðan í júdó og er hann einn fárra í heiminum sem getur með sanni borið rautt belti.  Nú er bara að bíða og vona að hann lifi svo lengi að hann nái 10.dan.