26.07.2022
Arnór Ísak Haddsson og Bruno Bernat framlengdu í gær samninga sína við handknattleiksdeild KA til tveggja ára
25.07.2022
KA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir endasprettinn í Bestu deildinni í sumar en Gaber Dobrovoljc hefur skrifað undir samning við félagið út núverandi tímabil. Gaber er 29 ára gamall miðvörður sem kemur frá Slóveníu en hann kemur frá liði NK Domale í Slóveníu
23.07.2022
KA og danska stórliðið FC Midtjylland héldu flottan knattspyrnuskóla á KA-svæðinu dagana 11.-14. júlí í samstarfi við Niceair. Strákar og stelpur fædd 2006 til 2013 höfðu tækifæri á að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og var þátttakan frábær
20.07.2022
Eiður Ben Eiríksson tekur við 3. flokk karla hjá okkur KA-mönnum í byrjun ágúst og þá mun hann koma inn í þjálfarateymi í öðrum flokkum félagsins í haust. Óskar Bragason var aðalþjálfari flokksins en hann lét af störfum á dögunum til að taka við liði Magna Grenivík
14.07.2022
Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði KA í knattspyrnu skrifaði í dag undir nýjan samning við félagið sem gildir út árið 2025. Þetta eru stórkostlegar fréttir enda Geiri algjör lykilmaður í okkar liði og stórkostlegur karakter sem hefur átt mikinn þátt í uppgangi KA-liðsins undanfarin ár
11.07.2022
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júlí innilega til hamingju.
09.07.2022
KA varð í dag Partille Cup meistari í handknattleik karla í B16 ára flokki, 4. flokkur eldra ár, eftir sigur á sænska liðinu Önnered, 15-10 í úrslitaleik. Þetta er enn ein rósin í hnappagat strákanna en þeir eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar eftir að hafa ekki tapað leik undanfarin ár á Íslandsmótinu
09.07.2022
KA tekur á móti ÍBV í Bestu deildinni í knattspyrnu klukkan 16:00 í dag á Greifavellinum en athugið að leiktímanum hefur verið breytt vegna tafa á flugi
08.07.2022
Lydía Gunnþórsdóttir leikmaður KA/Þórs fór á kostum með U16 ára landsliði Íslands í handbolta sem lék á European Open í Gautaborg síðustu daga. Stelpurnar stóðu sig vel á mótinu og hófu leikinn á stórkostlegri frammistöðu gegn sterku liði Noregs
05.07.2022
Dagana 11.-14. júlí næstkomandi verður KA með knattspyrnuskóla á KA-svæðinu í samstarfi við danska stórliðið FC Midtjylland og Niceair. Þetta er frábært tækifæri fyrir efnilega fótboltakrakka til að bæta sig enn frekar og ákaflega gaman að við getum boðið upp á skólann fyrir okkar iðkendur