Fréttir

Judoæfingar eru að hefjast

Judoæfingar hefjast mánudaginn 22. ágúst í KA heimilinu. Judoæfingar eru fyrir alla einstaklinga frá 6 ára aldri (1. bekk). Við bjóðum alla velkomna að prófa, nýja sem gamla iðkendur.

KA í undanúrslit Mjólkurbikarsins!

KA vann 3-0 sigur á Ægismönnum á Greifavellinum í gær en með sigrinum tryggðu strákarnir sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og heldur frábært gengi liðsins í sumar því áfram og afar spennandi tímar framundan

KA-menn í eldlínunni með karlalandsliðinu

Karlalandslið Íslands í blaki stendur í ströngu um þessar mundir en liðið leikur í undankeppni EM 2023 þar sem Ísland leikur gegn Svartfjallalandi, Portúgal og Lúxemborg. Blaksambandið hefur verið í mikilli uppbyggingu í kringum landsliðin og umgjörðin algjörlega til fyrirmyndar

Vorsýning FIMAK 2022

Vorsýningarnar sem haldnar voru 4.júní eru komnar inná Youtube þar sem hægt er að sjá allar þrjár sýningarnar. Hér er slóð sýningar þrjár: Sýning 1: https://youtu.be/o-SueXeFCYASýning Sýning 2: https://youtu.be/dZVfcfXUmRMSýning Sýning 3: https://youtu.be/Hxmbbh9Rh_o

Hildur Lilja í 8. sæti á HM með U18

Hildur Lilja Jónsdóttir stóð í ströngu með U18 ára landsliði Íslands í handbolta sem lék á HM í Norður-Makedóníu á dögunum. Stelpurnar stóðu sig frábærlega á mótinu og náðu á endanum besta árangri hjá íslensku kvennalandsliði í handbolta

Allan og Jóhann framlengja

Hornamennirnir Allan Norðberg og Jóhann Geir Sævarsson skrifuðu báðir undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA og eru nú samningsbundnir félaginu næstu tvö árin. Það er innan við mánuður í fyrsta leik vetrarins og afar jákvætt að þeir Allan og Jói verði áfram innan okkar raða

Sunna til Sviss og Ásdís til Svíþjóðar

Það eru spennandi tímar framundan hjá þeim Sunnu Guðrúnu Pétursdóttiu og Ásdísi Guðmundsdóttur en þær halda báðar á ný mið á komandi handboltavetri. Báðar eru þær uppaldar hjá KA/Þór og verið í lykilhlutverki í velgengni liðsins undanfarin ár

Undanúrslit í húfi á miðvikudaginn

KA tekur á móti Ægi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Greifavellinum á miðvikudaginn klukkan 18:00. Sæti í undanúrslitum bikarsins er því í húfi og ljóst að við KA-menn þurfum að fjölmenna á völlinn og styðja strákana áfram í næstu umferð

Mögnuð staða KA fyrir síðari hluta sumars

Það er heldur betur stór vika framundan í fótboltanum hjá okkur í KA en á morgun, sunnudag, mætir KA liði FH í Kaplakrika í 16. umferð Bestu deildar karla og viku síðar tekur KA á móti ÍA í 17. umferð deildarinnar. Þar á milli tekur KA á móti Ægi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudaginn

Stórafmæli í ágúst

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í ágúst innilega til hamingju.