27.08.2022
Æfingar blakdeildar KA hefjast á mánudaginn og hvetjum við alla sem hafa áhuga til að koma og prófa þessa stórskemmtilegu íþrótt. Æfingar fara fram í KA-Heimilinu og Naustaskóla en mikil fjölgun hefur orðið í blakinu hjá KA undanfarin ár og erum við afar stolt af því
26.08.2022
FH og KA mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins fimmtudaginn 1. september að Kaplakrika í Hafnarfirði og bjóðum við upp á hópferð á leikinn. Einungis kostar 2.500 krónur að fara í ferðina og hvetjum við ykkur eindregið til að nýta ykkur þetta kostaboð
24.08.2022
Vetrarstarfið í fótboltanum hefst föstudaginn 2. september. Flokkaskiptin hjá árgöngum 2008 og yngri eiga sér þá stað fyrir utan þau lið sem eru enn í úrslitakeppnum. Þjálfarar setja inn á Sportabler æfingaplan fyrir þá iðkendur sem enn eru á Íslandsmóti
23.08.2022
Miguel Mateo Castrillo er tekinn við sem aðalþjálfari karlaliðs KA í blaki og honum til aðstoðar verður Gígja Guðnadóttir. Mateo verður spilandi þjálfari en hann hefur verið einhver allra öflugasti leikmaður efstu deildar karla undanfarin ár og farið fyrir gríðarlega sigursælu liði KA
23.08.2022
Í dag er ansi merkur dagur í sögu Knattspyrnufélags Akureyrar en í morgun voru teknar fyrstu skóflustungurnar að nýjum keppnisvelli félagsins í knattspyrnu. Á svæðinu verður byggður upp gervigrasvöllur ásamt glæsilegri stúku
22.08.2022
Drög af stundatöflunni hafa verið birt og er hún birt með fyrirvara um breytingar.
Æfingar hefjast þessa daga.
K3, F3,F4 - 29.ágúst
I3,I4,I5 - 29.ágúst
P1,P2,P3 - 29.ágúst
A1,A2 - 5.september
S hópar (Krílahóparnir) - 10.september
19.08.2022
Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikarsins í kvöld og fékk KA útileik gegn FH þann 1. september næstkomandi klukkan 17:00. Deginum áður mætast Breiðablik og Víkingar í hinum undanúrslitaleiknum og ljóst að gríðarlega spennandi leikir eru framundan á lokastigum Mjólkurbikarsins
19.08.2022
Opið hús verður í FIMAK laugardaginn 27 ágúst milli 13:00 og 15:00
19.08.2022
Handboltinn fer aftur að rúlla eftir helgi og hefjast æfingar yngriflokka KA og KA/Þórs á mánudaginn, 22. ágúst. Það er svo sannarlega mikil eftirvænting hjá okkur að byrja aftur og byggja áfram ofan á frábærum árangri undanfarinna ára
17.08.2022
KA hefur leik á Ragnarsmótinu í dag er strákarnir sækja heimamenn í Selfoss heim klukkan 18:30 í Set höllinni. Þetta er mikilvægur undirbúningur fyrir komandi handboltavetur en fyrsti leikur tímabilsins er 9. september næstkomandi að Ásvöllum þar sem Haukar taka á móti okkar liði