16.09.2022
Miguel Mateo Castrillo og Oscar Fernandez Celis hafa tekið við þjálfun hjá U17 ára landsliðum Íslands í blaki. Mateo þjálfar stúlknalandsliðið en Mateo er einnig spilandi þjálfari karlaliðs KA og svo þjálfari kvennaliðs KA og hefur heldur betur sannað sig sem einn besti blakþjálfari landsins
15.09.2022
Evrópumótið í hópfimleikum 2022 fer fram í Lúxemborg núna þessa dagana og erum við í FIMAK gríðarlega stolt að eiga hlut í þremur keppendum.
Salka Sverrisdóttir keppir með stúlknalandsliðinu sem keppir til úrslita á föstudaginn.
Gísli Már Þórðarson keppir með blönduðu liði unglinga sem keppir einnig til úrslita á föstudaginn.
Jóhann Gunnar Finnsson keppir með karlalandsliðinu og keppa þeir kl 17:15 í dag.
EM var síðast haldið fyrir níu mánuðum síðan og varð Ísland Evrópumeistarar í kvennaflokki. Karlaflokkur Íslands lenti í öðru sæti, stúlknaflokkur í öðru sæti og blandaði hópurinn í þriðja sæti.
14.09.2022
Handboltaveislan er framundan gott fólk en fyrsti heimaleikur KA í vetur er á laugardaginn þegar ÍBV kemur í heimsókn. Stelpurnar í KA/Þór taka svo á móti Haukum þann 25. september og því eina vitið að koma sér í gírinn fyrir veisluna í vetur
12.09.2022
Alex Cambray Orrason úr lyftingadeild KA keppti fyrir hönd Íslands í Frakklandi um helgina á Vestur-Evrópuleikunum í kraftlyftingum. Það má með sanni segja að Alex hafi sýnt styrk sinn en hann gerði sér lítið fyrir og vann bæði sinn flokk sem og opna flokkinn
12.09.2022
Jón Smári Hanson keppti á sínu fyrsta móti í ólympískum lyftingum um helgina og stóð sig með mikilli príði. Hann fékk 5 gildar lyftur af 6 mögulegum og sló persónulegt met í jafnhendingu þegar hann lyfti 102 kg
12.09.2022
Sigurmark Hallgríms Mars Steingrímssonar í glæsilegum 2-1 sigri KA á Breiðablik í gær var 500. mark KA í efstu deild. Markið kom á 88. mínútu úr vítaspyrnu og var 43. mark Hallgríms í efstu deild fyrir KA og er hann markahæsti leikmaður KA í deild þeirra bestu
09.09.2022
Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Arna Valgerður Erlingsdóttir koma inn í þjálfarateymi KA/Þórs og verða aðstoðarþjálfarar Andra Snæs Stefánssonar í vetur. KA/Þór er að fara inn í sitt þriðja tímabil undir stjórn Andra og afar spennandi að fá þær Rut og Örnu inn í þjálfarateymið
09.09.2022
Kynningakvöld KA og KA/Þór fyrir komandi átök í vetur fer fram á laugardaginn kl. 20:00 í golfskálanum við Jaðarsvöll. Þeir sem vilja gera sér extra glaðan dag geta mætt kl. 19:00 og tekið þátt í PubQuiz með glæsilegum vinningum.
07.09.2022
Það stefnir í svaðalegan laugardag hjá handknattleiksdeild KA...
06.09.2022
Haraldur Bolli Heimisson skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA