Ungmennalið KA tekur á móti Þór í KA-heimilinu í kvöld

Handbolti
Ungmennalið KA tekur á móti Þór í KA-heimilinu í kvöld
Jónsteinn Þórsson leikmaður U-liðsins

Í kvöld fer fram stórleikur í Grill66 deild karla í handbolta þegar að ungmennalið KA tekur á móti Þór.
Leikurinn hefst kl. 19:30 og gilda ársmiðar KA á leikinn!

KA u hefur þónokkuð oft tekist að stríða nágrönnum sínum í Þór. Í fyrra léku liðin tvisvar. Í fyrra skiptið fór jafntefli á heimavelli Þórs í Íþróttahöllinni en í síðara skiptið léku liðin í KA-heimilinu og vann KA öruggan fjögurra marka sigur, 32-28. 

Við hvetjum alla til þess að mæta tímanlega enda verða grillin í gangi og hægt að kaupa sér hamborgara og drykk fyrir leik. 

Við minnum á að ársmiðar KA gilda á leiki U-liðisins, annars er hefðbundið miðaverð. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is