Stórleikur KA og Hauka kl. 19:30

Handbolti

Það er heldur betur handboltaveisla framundan í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tekur á móti Haukum í Olísdeild karla kl. 19:30. Bæði lið hafa farið vel af stað og eru með 6 stig eftir fyrstu fimm leiki vetrarins og ljóst að það er hörkuleikur framundan.

KA og Haukar hafa í gegnum árin mæst í ógleymanlegum leikjum og klárt að þú vilt ekki missa af þessum leik. Strákarnir eru staðráðnir í að sækja tvö mikilvæg stig og þurfa á ykkar stuðning að halda, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is