Fréttir

Sumaræfingar handboltans - skráning hafin

Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka í sumar rétt eins og undanfarin ár. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs og munu leikmenn meistaraflokka því aðstoða við æfingarnar og miðla af sinni þekkingu

Stórt skref stigið með sigri á ÍBV (myndaveisla)

KA tók á móti ÍBV í Olísdeild karla í handbolta í gær en deildin er gríðarlega jöfn og spennandi fyrir lokaumferðirnar og þurfti KA liðið á sigri að halda gegn sterku Eyjaliði til að koma sér í kjörstöðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni

Stórleikur gegn ÍBV kl. 14:00 á sunnudag

KA tekur á móti ÍBV í Olísdeild karla á morgun klukkan 14:00 í gríðarlega mikilvægum leik. Baráttan í deildinni er gríðarlega hörð og ljóst að hvert stig mun telja ansi mikið þegar upp er staðið

Síðasti handboltaleikjaskóli vetrarins á morgun

Á morgun, sunnudag, fer fram síðasti handboltaleikjaskóli vetrarins en skólinn sem er fyrir hressa krakka fædd 2015-2017 hefur heldur betur slegið í gegn. Það verða ýmsir skemmtilegir leikir í boði og í lokin verða verðlaun og kökuveisla fyrir okkar mögnuðu iðkendur

KA/Þór Deildarmeistari (myndir og myndband)

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Deildarmeistaratitilinn um helgina. Stelpurnar sóttu ríkjandi meistara Fram heim í hreinum úrslitaleik og sýndu enn og aftur frábæran karakter þegar þær komu til baka úr erfiðri stöðu og knúðu fram jafntefli sem dugði til að tryggja efsta sætið

Úrslitaleikur Fram og KA/Þórs kl. 13:30

Það er heldur betur stórleikur á dagskrá í dag þegar KA/Þór sækir Fram heim í lokaumferð Olísdeildar kvenna í handbolta. Liðin eru jöfn á toppi deildarinnar og því um hreinan úrslitaleik um Deildarmeistaratitilinn að ræða

Matea Lonac framlengir við KA/Þór

Matea Lonac skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleikslið KA/Þórs. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Matea verið frábær í marki liðsins undanfarin tvö tímabil. Í vetur er Matea með hæstu prósentuvörslu í Olísdeildinni af aðalmarkvörðum liðanna

KA/Þór tekur á móti Val í stórleik

Það er heldur betur stórleikur á dagskrá í KA-Heimilinu í dag þegar KA/Þór tekur á móti Val í síðasta heimaleik sínum í Olísdeildinni í vetur. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar ásamt Fram þegar aðeins tvær umferðir eru eftir og risastig í húfi

Satchwell framlengir við KA um tvö ár

Handknattleiksdeild KA og markvörðurinn knái Nicholas Satchwell skrifuðu í dag undir nýjan samning og er Nicholas því samningsbundinn KA næstu tvö árin. Þetta eru mikil gleðitíðindi enda hefur Nicholas komið sterkur inn í lið KA í vetur og staðið sig með prýði

KA sækir Gróttu heim kl. 16:00

Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í handboltanum í dag þegar KA sækir Gróttu heim klukkan 16:00 í Hertz höllinni. Þetta verður fyrsti leikur strákanna í akkúrat mánuð eftir síðustu Covid pásu og verður áhugavert að sjá hvernig liðin mæta til leiks