03.06.2021
Dagana 4. - 6. júní 2021 fer fram fjórða umferð Íslandsmótsins í handknattleik hjá 6. flokki karla og kvenna. Leikið er í KA-Heimilinu, Íþróttahúsi Naustaskóla og Íþróttahöllinni. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst.
02.06.2021
Úrslitaeinvígi KA/Þórs og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna hefst klukkan 18:00 í kvöld í KA-Heimilinu. Stelpurnar sýndu frábæran karakter og yfirvegun þegar þær kláruðu ÍBV í framlengdum oddaleik fyrir framan stappað KA-Heimili og þær vilja meira
02.06.2021
Bónus og Handknattleiksdeild KA, Kvennaráð KA/Þórs og Unglingaráð KA og KA/Þórs skrifuðu í gær undir samstarfssamning milli aðilana fyrir næsta vetur. Það er mikill kraftur í handboltastarfinu um þessar mundir og það væri ekki hægt án stuðnings öflugra fyrirtækja
02.06.2021
KA/Þór á fjóra fulltrúa í U19 ára landsliði Íslands í handbolta sem tekur þátt í Evrópumótinu í Makedóníu í sumar auk þess sem liðið mætir Færeyjum í æfingaleikjum í lok júní. Hópurinn kemur saman til æfinga þann 18. júní næstkomandi
02.06.2021
KA tók á móti Val í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta í KA-Heimilinu í gær en liðin leika heima og heiman og fer það lið sem hefur betur samanlagt áfram í undanúrslitin. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum enda KA loksins komið í úrslitakeppnina á ný
31.05.2021
Eftir langa bið er loksins komið að því að KA taki aftur þátt í úrslitakeppninni í handbolta karla. Strákarnir hefja leik á morgun, þriðjudag, gegn Val í 8-liða úrslitum. Leikið er heima og heiman og það lið sem hefur betur í leikjunum samanlagt fer áfram í undanúrslitin
30.05.2021
KA/Þór tók á móti ÍBV í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna í KA-Heimilinu í gær. Liðin höfðu unnið sitthvorn leikinn og því ljóst að það lið sem færi með sigur af hólmi myndi fara í lokaúrslitin og mæta þar Val
28.05.2021
Jón Heiðar Sigurðsson, Allan Norðberg, Patrekur Stefánsson og Jóhann Geir Sævarsson framlengdu allir samning sinn við Handknattleiksdeild KA í dag. Þetta eru frábærar fréttir enda leika þeir allir stórt hlutverk í okkar öfluga liði sem hefur leik í úrslitakeppninni á þriðjudaginn er Valsmenn mæta norður
28.05.2021
Á morgun, laugardag, fer fram hreinn úrslitaleikur um sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. KA/Þór fær ÍBV í heimsókn klukkan 15:00 og það er alveg ljóst að þetta verður hörkuleikur enda tvö frábær lið að mætast
28.05.2021
KA og Þór mættust í lokaumferð Olísdeildar karla í handboltanum í KA-Heimilinu í gær. Það má með sanni segja að taugarnar hafi verið þandar en liðunum tókst ekki að skora mark fyrr en eftir tíu mínútna leik og að lokum þurftu þau að sætta sig við jafnan hlut með 19-19 jafntefli