26.05.2021
Kæru KA-menn, það er komið að því! KA tekur á móti Þór í síðustu umferð Olísdeildar karla á morgun, fimmtudag, klukkan 19:30. Strákarnir eru komnir í úrslitakeppnina en þurfa á sigri að halda til að koma sér í betri stöðu fyrir þá veislu!
26.05.2021
KA/Þór sækir ÍBV heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna. Eyjakonur unnu 26-27 sigur í leik liðanna í KA-Heimilinu og því þurfa stelpurnar okkar að sigra í kvöld til að tryggja oddaleik í einvíginu
24.05.2021
Pætur Mikkjalsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA og mun ganga til liðs við KA á næsta tímabili. Pætur sem er 24 ára gamall Færeyskur landsliðsmaður er öflugur línumaður og kemur til liðs við KA frá H71 í Færeyjum
24.05.2021
KA/Þór og ÍBV mættust í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í KA-Heimilinu í gær. Úr varð mikill spennuleikur og var stemningin í KA-Heimilinu eftir því. Eftir hörkuleik voru það gestirnir sem lönduðu 26-27 sigri og leiða því einvígið 1-0 fyrir leik liðanna í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn
22.05.2021
Einar Birgir Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild KA um tvö ár. Einar sem er 24 ára línumaður hefur verið í lykilhlutverki í meistaraflokksliði KA undanfarin ár og er það afar jákvætt að halda honum áfram innan okkar raða
22.05.2021
Strákarnir í 4. flokki yngri í handboltanum hömpuðu í gær tveimur Deildarmeistaratitlum en KA1 vann efstu deildina og það án þess að tapa leik. KA2 vann svo 3. deildina eftir harða baráttu á toppnum
22.05.2021
Strákarnir í 3. flokki karla í handboltanum unnu nágranna sína í Þór 22-30 í Íþróttahöllinni í dag og hömpuðu í leikslok Deildarmeistaratitlinum fyrir sigur í 2. deild. Strákarnir hafa verið afar flottir í vetur og töpuðu aðeins einum leik
21.05.2021
KA tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í handboltanum með frábærum 30-29 sigri á FH í hádramatískum leik í KA-Heimilinu. Ekki nóg með að tryggja sæti í úrslitakeppninni með sigrinum þá lyfti liðið sér upp í 3.-4. sæti deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá FH í 2. sætinu fyrir síðustu tvær umferðirnar
20.05.2021
Það er heldur betur mikið undir í kvöld er KA tekur á móti FH í Olísdeild karla. KA liðið tryggir sér sæti í úrslitakeppninni með sigri og gott betur því liðið myndi stökkva upp í 3.-4. sæti deildarinnar með sigrinum. Að leik loknum eru aðeins tvær umferðir eftir í deildinni og ansi mikilvægt að koma sér í góða stöðu
19.05.2021
Það eru stórir hlutir að gerast hjá okkar liðum þessa dagana og leika karlalið KA í handbolta og fótbolta mikilvæga heimaleiki í deildarkeppninni á fimmtudag og föstudag auk þess sem KA/Þór hefur leik í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag