15.04.2010
Guðmundur Hólmar Helgason leikmaður 3. flokks KA hefur verið valinn í U-20 ára landslið Íslands sem tekur þátt í undankeppni
Evrópumeistaramótsins nú um helgina. Ásamt Guðmundi eru tveir félagar hans í Akureyri Handboltafélagi í landsliðshópnum en
það eru þeir Geir Guðmundsson og Oddur Gretarsson.
14.04.2010
Á Skírdag fór fram skemmtilegur handboltaleikur í KA heimilinu. Þar mættust hóparnir tveir sem fyrst lönduðu Íslandsmeistaratitli
hjá KA í handbolta árið 1992 og 1993. Þetta voru s.s. árgangar drengja fæddir 1977-1980. Leikurinn var æsispennandi en lauk með sigri eldra
liðsins.
08.04.2010
Það ræðst í kvöld hvort það verður Akureyri eða FH sem komast í 4 liða úrslit Íslandsmóts karla. Akureyri leikur
við Hauka í Hafnarfirðinum og þarf nauðsynlega að sigra til að tryggja sig áfram og ekki síður til að sanna fyrir stuðningsmönnum og
sjálfum sér að liðið eigi erindi í úrslitakeppnina eftir slakt gengi í síðustu fjórum leikjum.
31.03.2010
Stelpur í 5. og 6. flokki stúlkna eru nú komnar í páskafrí. Næsta æfing verður því fimmtudaginn 8. apríl á
venjulegum tíma, eða klukkan 15:30.
Páskakveðja, Sindri Ká
25.03.2010
Á laugardaginn fer meistaraflokkur KA/Þór suður í Garðabæ en þá fer fram síðasta umferð N1 deildar kvenna. Stelpurnarn leika
þá við Stjörnuna og hefst leikurinn klukkan 16:00 en hann fer fram í Mýrinni.
24.03.2010
Fimmtudaginn 25. mars verður síðasta æfing fyrir páska hjá 7. og 8. flokki drengja í handbolta. Eftir æfingu, eða kl. 17:15 – 18:15
verður svo pizzuveisla fyrir strákana í salnum í KA-heimilinu. Strákarnir þurfa ekkert að borga en koma sjálfir með drykki. Æfingar eftir
páska hefjast svo fimmtudaginn 8. apríl.
Gleðilega páska
Sævar, Danni, Finnur, Sölvi og Róbert
24.03.2010
Næstkomandi laugardag spila KA1 og KA2 sína síðustu leiki í deildarkeppninni. KA1 mætir Gróttu1 klukkan 16:00. Strákarnir hafa verið
að spila ljómandi góðan handbolta í vetur og eiga mikla möguleika á að gera enn betur. Þeir hafa nú þegar tryggt sér annað
sætið í 1. deildinni en ætla sér enn lengra og er þessi leikur sá fyrsti í undirbúningi fyrir það sem koma skal.
22.03.2010
Nýverið var valið í yngri landslið karla og kvenna og á KA þó nokkra leikmenn í þessum landsliðum.
Í U-16 karla voru þeir Daníel Matthíasson, Finnur Heimisson og Kristján Már Sigurbjörnsson valdir frá KA. Strákarnir eru lykilmenn í
sínu liði ásamt því að hafa verið að spila upp fyrir sig í 3. flokki karla.
22.03.2010
Eins og stundum áður var Þórir Tryggvason með myndavélina meðferðis í KA Heimilinu þegar KA/Þór tók á móti
Haukum í síðasta heimaleik tímabilsins.
21.03.2010
KA/Þór tapaði með fjögurra marka mun gegn Haukum, 31:35, er liðin mættust í KA- heimilinu í dag í N1- deild kvenna í handbolta.
Leikurinn var jafnframt síðasti heimaleikur KA/Þórs á tímabilinu. Markvörður Hauka, G. Bryndís Jónsdóttir, reyndist
norðanstúlkum erfið í dag en hún varði 30 skot í leiknum og afrekaði að skora eitt mark. Martha Hermannsdóttir var besti maður
KA/Þórs í leiknum en hún skoraði 9 mörk, þar af 2 úr vítum.