Það verður enginn smáleikur í kvennaboltanum á föstudaginn þegar KA/Þór tekur á móti stórliði Stjörnunnar
í Eimskipsbikar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 18:15 í KA heimilinu og ástæða til að hvetja alla til að koma og standa með stelpunum gegn einu
öflugasta liði landsins þessa stundina.
Stjörnuliðið sýndi heldur betur klærnar um daginn þegar það lagði Íslandsmeistara Vals í hörkuleik. Þar á undan
máttu Stjörnustelpur sætta sig við eins marks tap gegn Fram eftir að hafa leitt allan leikinn.
Meðal öflugra leikanna Stjörnunnar má t.d. nefna Þorgerði Atladóttur sem gekk nýverið til liðs við Stjörnuna eftir að hún
sneri heim frá Danmörku.
Leikurinn hefst sem áður segir klukkan 18:15 og full ástæða til að fjölmenna og sjá klassahandbolta.