Fréttir

Handboltarúta í vetur!

Handboltaæfingar vetrarins byrja á mánudaginn

Handboltinn fer aftur að rúlla eftir helgi og hefjast æfingar yngriflokka KA og KA/Þórs á mánudaginn, 22. ágúst. Það er svo sannarlega mikil eftirvænting hjá okkur að byrja aftur og byggja áfram ofan á frábærum árangri undanfarinna ára

KA hefur leik á Ragnarsmótinu í dag

KA hefur leik á Ragnarsmótinu í dag er strákarnir sækja heimamenn í Selfoss heim klukkan 18:30 í Set höllinni. Þetta er mikilvægur undirbúningur fyrir komandi handboltavetur en fyrsti leikur tímabilsins er 9. september næstkomandi að Ásvöllum þar sem Haukar taka á móti okkar liði

Hildur Lilja í 8. sæti á HM með U18

Hildur Lilja Jónsdóttir stóð í ströngu með U18 ára landsliði Íslands í handbolta sem lék á HM í Norður-Makedóníu á dögunum. Stelpurnar stóðu sig frábærlega á mótinu og náðu á endanum besta árangri hjá íslensku kvennalandsliði í handbolta

Allan og Jóhann framlengja

Hornamennirnir Allan Norðberg og Jóhann Geir Sævarsson skrifuðu báðir undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA og eru nú samningsbundnir félaginu næstu tvö árin. Það er innan við mánuður í fyrsta leik vetrarins og afar jákvætt að þeir Allan og Jói verði áfram innan okkar raða

Sunna til Sviss og Ásdís til Svíþjóðar

Það eru spennandi tímar framundan hjá þeim Sunnu Guðrúnu Pétursdóttiu og Ásdísi Guðmundsdóttur en þær halda báðar á ný mið á komandi handboltavetri. Báðar eru þær uppaldar hjá KA/Þór og verið í lykilhlutverki í velgengni liðsins undanfarin ár

Arnór Ísak og Bruno framlengja við handknattleiksdeild

Arnór Ísak Haddsson og Bruno Bernat framlengdu í gær samninga sína við handknattleiksdeild KA til tveggja ára

KA 4.flokkur eru Partille Cup meistarar

KA varð í dag Partille Cup meistari í handknattleik karla í B16 ára flokki, 4. flokkur eldra ár, eftir sigur á sænska liðinu Önnered, 15-10 í úrslitaleik. Þetta er enn ein rósin í hnappagat strákanna en þeir eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar eftir að hafa ekki tapað leik undanfarin ár á Íslandsmótinu

Lydía fór á kostum með U16

Lydía Gunnþórsdóttir leikmaður KA/Þórs fór á kostum með U16 ára landsliði Íslands í handbolta sem lék á European Open í Gautaborg síðustu daga. Stelpurnar stóðu sig vel á mótinu og hófu leikinn á stórkostlegri frammistöðu gegn sterku liði Noregs

Aldís Ásta til liðs við Skara HF

Aldís Ásta Heimisdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við sænska liðið Skara HF. Aldís sem er uppalin hjá KA/Þór er algjör lykilmaður í liðinu hvort sem er í sókn eða vörn. Þá lék hún sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í vetur og gerði sín fyrstu landsliðsmörk í leik gegn Sviss