28.03.2019
Það er skammt stórra högga á milli í blakinu um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið KA tryggðu sér Bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi og sjálf úrslitakeppnin hefst um þessa helgi. Karlalið KA mun ríða á vaðið á laugardeginum og kvennaliðið mun leika á sunnudeginum
27.03.2019
KA varð Bikarmeistari í blaki karla um helgina er liðið vann 3-0 sigur á Álftanesi í úrslitaleik Kjörísbikarsins. Þetta var níundi Bikartitill KA í karlaflokki og annað árið í röð sem liðið hampar titlinum. Hér má sjá samantekt frá úrslitaleiknum og viljum við óska öllum sem að liðinu koma til hamingju með þennan frábæra árangur
26.03.2019
KA varð um helgina Bikarmeistari í blaki kvenna er liðið vann 3-1 sigur á HK í þrælskemmtilegum úrslitaleik. Þetta var fyrsti Bikartitill KA í kvennaflokki og var fögnuðurinn eðlilega ansi mikill í leikslok. Hér má sjá skemmtilega samantekt frá úrslitaleiknum og viljum við aftur óska liðinu sem og öllum sem að því koma til hamingju með þennan frábæra sigur
24.03.2019
Karlalið KA í blaki sem er handhafi allra bikara í dag mættu Álftanesi í úrslitaleik Kjörísbikarsins og reyndi þar að verja Bikarmeistaratitil sinn. Mikill stígandi hefur verið í leik Álftnesinga í vetur og unnu þeir góðan sigur á HK í undanúrslitum og klárt að okkar lið þyrfti að hafa fyrir hlutunum í dag
24.03.2019
Kvennalið KA í blaki sem varð Deildarmeistari á dögunum mætti HK í úrslitum Kjörísbikarsins í dag. Fyrirfram var búist við hörkuleik enda tvö bestu blaklið landsins að mætast og úr varð hörku skemmtilegur og spennandi leikur
24.03.2019
Það var heldur betur góður dagur í blakinu í gær er bæði karla- og kvennalið KA tryggðu sér sæti í bikarúrslitunum. Stelpurnar unnu flottan 3-1 sigur á Þrótti Nes. og strákarnir lögðu Þrótt Nes. 3-0 að velli í sínum leik. Úrslitaleikirnir fara fram í dag, konurnar leika kl. 13:30 og karlarnir kl. 15:30
22.03.2019
Það er komið að stærstu helgi ársins í blakinu þegar sjálf bikarúrslitin í Kjörísbikarnum fara fram. Vegna ófærðar hefur dagskrá undanúrslitanna verið breytt en þangað eru bæði karla- og kvennalið KA komin
21.03.2019
KA á alls sex fulltrúa í æfingahópum karla- og kvenna landsliða Íslands í blaki, þrjá í karla- og þrjá í kvennaliðinu. Þetta eru þau Filip Pawel Szewczyk, Sigþór Helgason, Alexander Arnar Þórisson, Helena Kristín Gunnarsdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Gígja Guðbrandsdóttir
18.03.2019
Um helgina lauk deildarkeppni í neðri deildunum í blakinu og voru tvö lið KA í eldlínunni. KA-Skautar gerðu sér lítið fyrir og stóðu uppi sem sigurvegarar í 4. deild kvenna sem tryggir liðinu sæti í 3. deild á næsta keppnistímabili
12.03.2019
Helgina 22.-24. mars fer fram bikarúrslitahelgina í blaki en þá verður leikið í undanúrslitum sem og úrslitum bæði í karla- og kvennaflokki. KA er með lið á báðum vígstöðvum og er klár stefna hjá liðunum okkar að hampa bikarnum