Fréttir

KA tvöfaldur Deildarmeistari í blaki

Kvennalið KA tryggði sér í dag sigur í Mizunodeild kvenna í blaki eftir 1-3 sigur á Þrótti Neskaupstað á útivelli. Stelpurnar töpuðu aðeins tveimur leikjum í vetur en þurftu engu að síður á tveimur sigrum að halda um helgina til að tryggja titilinn og það gerðu þær svo sannarlega

Tveir 0-3 sigrar á Neskaupstað í dag

Fyrri dagur blakliða KA á Neskaupstað var ansi hreint góður en bæði karla- og kvennalið KA uppskáru 0-3 sigra. Það er komið að úrslitastundu í blakinu og stefnir kvennalið KA á að tryggja sér sigur í Mizunodeildinni en það yrði annar titill KA í kvennablaki frá upphafi

Verða stelpurnar Deildarmeistarar um helgina

Það er mikið undir í blakinu um helgina þegar bæði karla- og kvennalið KA í blaki sækja Þrótt Neskaupstað heim. Þetta eru lokaleikir liðanna í Mizunodeildinni í vetur en kvennalið KA getur með góðum úrslitum tryggt sér Deildarmeistaratitilinn

Mögnuð uppskera í blakinu um helgina

Blaklið KA léku mikilvæga leiki um helgina en bæði karla- og kvennalið KA léku í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins auk þess sem kvennaliðið lék tvo leiki í Mizunodeildinni. Þórir Tryggvason ljósmyndari mætti á leik kvennaliðsins í gær og má sjá myndir hans með því að smella á myndina hér fyrir neðan

Stór blakhelgi framundan hjá KA liðunum

Kvennalið KA í blaki stendur í ströngu um helgina en liðið tekur þrívegis á móti Þrótti Reykjavík. Í dag, föstudag, mætast liðin klukkan 20:30 í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins. Karlalið KA hinsvegar sækir lið Hamars heim í Hveragerði á sunnudag í sínum leik í 8-liða úrslitum keppninnar

Bikarinn á loft eftir öruggan 3-0 sigur

KA lék í dag síðasta heimaleik sinn í Mizunodeild karla í blaki þegar liðið tók á móti Aftureldingu. Strákarnir voru fyrir þó nokkru búnir að tryggja sér sigur í deildinni og þeir spiluðu virkilega vel í dag og sáu til þess að gleðin var einkennandi þegar bikarinn fór á loft að leik loknum

Sigur og tap gegn Aftureldingu

Karla- og kvennalið KA í blaki léku fyrri leiki sína gegn Aftureldingu í dag en liðin mætast aftur á morgun, sunnudag. Karlarnir eru nú þegar orðnir Deildarmeistarar og var því lítið undir hjá þeim á meðan konurnar freistuðu þess að endurheimta toppsætið í deildinni

Heimaleikir hjá blakliðum KA um helgina

Bæði karla- og kvennalið KA í blaki leika tvo heimaleiki um helgina þegar lið Aftureldingar mæta norður. Það er skammt stórra högga á milli hjá okkar liðum sem léku um síðustu helgi í NEVZA evrópukeppninni og þurfa þau að koma sér aftur í gírinn fyrir baráttuna í Mizunodeildinni

5. sætið hjá körlunum en konurnar í því 6.

Evrópuævintýri blakliða KA lauk í morgun þegar bæði lið kepptu um 5. sætið á NEVZA Club Championship mótinu. Karlalið KA vann góðan sigur á heimamönnum í Ishøj Volley en kvennalið KA tapaði hinsvegar sinni viðureign gegn Team Køge

KA liðin leika um 5. sæti á NEVZA

Blaklið KA hafa staðið í ströngu um helgina þar sem þau hafa leikið á NEVZA Club Championship. Bæði karla- og kvennamegin léku 6 lið í tveimur riðlum þar sem efstu tvö liðin fóru áfram í undanúrslit en neðstu liðin leika um 5. sætið