18.10.2021
Badmintonæfingar á vegum Spaðadeildar KA hefjast á ný í dag klukkan 18:00 í sal Naustaskóla. Það hefur verið mikill uppgangur í badmintonstarfinu undanfarin ár og því gríðarlega jákvætt að við getum nú hafið æfingar á ný
28.09.2021
Aðalstjórn KA boðar til opins félagsfundar um málefni Spaðadeildar KA næstkomandi fimmtudag klukkan 19:15 í KA-Heimilinu
19.08.2021
Spaðadeild KA óskar eftir badmintonþjálfara fyrir komandi vetur. Gerð er krafa á reynslu úr badminton eða þjálfun en Iðkendur deildarinnar eru á aldrinum 5-18 ára
30.05.2021
Íslandsmótið í Badminton fór fram um helgina og hampaði Spaðadeild KA tveimur Íslandsmeistaratitlum. Þeir Ásgeir Adamsson og Ari Þórðarson sigruðu í B-flokki tvíliðaleiks og þá vann Ari einnig B-flokkinn í einliðaleiknum
12.02.2021
Spaðadeild KA verður með opna tíma á sunnudagsmorgnum frá klukkan 9 til 12 næstu þrjár helgar þar sem hver sem er getur komið í KA-Heimilið og reynt fyrir sér í badminton og tennis. Fyrsti tíminn er strax um helgina þann 14. febrúar
12.05.2019
Uppgangur Spaðadeildar KA heldur áfram en um helgina fór fram Norðurlandsmótið í Badminton á Siglufirði. Keppendur á vegum KA unnu þó nokkra verðlaunapeninga og þá vannst einn bikar á þessu skemmtilega móti. Alls átti KA 10 keppendur á mótinu og er mjög gaman að sjá aukinguna hjá þessari ungu en kraftmiklu deild innan KA
30.04.2019
Það hefur verið mikill uppgangur í Spaðadeild KA undanfarið og kepptu meðal annars þrír einstaklingar fyrir hönd félagsins á meistaramótinu í badminton á dögunum. Næst á dagskrá er svo Norðurlandsmótið í badminton en það verður haldið á Siglufirði dagana 10.-11. maí
09.04.2019
Mikill uppgangur hefur verið í spaðadeild KA undanfarin ár og hefur iðkendum fjölgað mikið en deildin varð til innan KA árið 2012. Meistaramótið í badminton fór fram í Hafnarfirði þetta árið og átti KA alls þrjá keppendur á mótinu en þetta er í fyrsta skiptið í nokkurn tíma sem KA sendir keppendur á mótið
04.09.2018
Æfingar hjá Spaðadeild KA eru komnar á fullt en innan deildarinnar er keppt í badminton sem og tennis. Deildin býður öllum að koma og prófa enda eru æfingar í boði fyrir allan aldur. Tennisæfingar fara fram í KA-Heimilinu á sunnudögum og badminton æfingarnar fara fram í Naustaskóla
25.08.2018
Allar æfingar í badminton eru í Íþróttahúsi Naustaskóla en tennisæfingar fara fram í KA-Heimilinu