Fréttir

Ingimar og Nóel í eldlínunni með U20

KA átti tvo fulltrúa í U20 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem lék tvo æfingaleiki við Ungverja á dögunum en báðir leikir fóru fram í Ungverjalandi. Þetta eru þeir Ingimar Torbjörnsson Stöle og Nóel Atli Arnórsson
Lesa meira

Ívar Örn framlengir út 2026!

Ívar Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2026. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Ívar verið í algjöru lykilhlutverki í Bestudeildarliði KA undanfarin ár
Lesa meira

Nóel Atli spilaði fyrsta leikinn fyrir Álaborg

Nóel Atli Arnórsson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með liði Álaborg í gær er Álaborg vann 4-3 sigur á Vendsyssel í toppslag í næstefstu deild í Danmörku. Er þetta afar flott skref hjá Nóel en hann er aðeins 17 ára gamall en með sigrinum fór Álaborg á topp deildarinnar
Lesa meira

Máni Dalstein skrifar undir samning út 2025

Máni Dalstein Ingimarsson skrifaði á dögunum undir samning við knattspyrnudeild KA sem gildir út keppnistímabilið 2025. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Máni sem er efnilegur miðvörður er fæddur árið 2006 og er í lykilhlutverki í 2. flokki KA
Lesa meira

Fjórir KA-menn léku með U17 gegn Finnum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 17 ára og yngri lék tvo æfingaleiki við Finna í vikunni en leikið var í Finnlandi. KA átti fjóra fulltrúa í liðinu og átti ekkert lið jafn marga í hópnum
Lesa meira

Ívar og Árni lánaðir austur - Árni í U17

Þeir Ívar Arnbro Þórhallsson og Árni Veigar Árnason voru á dögunum lánaðir austur í Hött/Huginn og munu þeir leika með liðinu í 2. deildinni á komandi sumri. Á síðasta ári gerðu KA og Höttur með sér samstarfssamning með það að markmiði að efla starf beggja liða
Lesa meira

Þrír frá KA í U17 ára landsliðinu

Aron Daði Stefánsson, Mikael Breki Þórðarson og Jóhann Mikael Ingólfsson eru í U17 ára landsliði Íslands sem mætir Finnlandi í tveimur æfingaleikjum. KA á flesta fulltrúa í hópnum og ljóst að það verður afar spennandi að fylgjast með okkar köppum í þessu flotta verkefni
Lesa meira

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu mánudaginn 19. febrúar næstkomandi klukkan 18:00. Hefðbundin aðalfundarstörf verða á dagskrá ásamt kosningu stjórnar
Lesa meira

Aron Daði skrifar undir samning út 2026

Aron Daði Stefánsson skrifaði í dag undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA sem gildir út árið 2026. Aron sem er nýorðinn 17 ára er gríðarlega efnilegur leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi félagsins
Lesa meira

Kappa nýr markmannsþjálfari KA

Michael Charpentier Kjeldsen eða Kappa eins og hann er kallaður hefur tekið til starfa sem markmannsþjálfari hjá knattspyrnudeild KA. Kappa er reynslumikill danskur þjálfari sem hefur starfað bæði með unga markmenn og meistaraflokksmarkmenn í Danmörku
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband