Fréttir

Happdrætti knattspyrnudeildar KA

Meistaraflokkur KA í knattspyrnu stendur nú fyrir glæsilegu happdrætti þar sem verðmæti vinninga er yfir 1.500.000 krónum. Aðeins verður dregið úr seldum miðum og ansi miklar líkur á að hampa góðum vinning á sama tíma og þú leggur liðinu okkar lið fyrir komandi átök í sumar
Lesa meira

Valdimar Logi skrifar undir sinn fyrsta samning

Valdimar Logi Sævarsson skrifaði á dögunum undir sinn fyrsta leikmannasamning við knattspyrnudeild KA en hann fagnaði einmitt 15 ára afmæli sínu á sama tíma
Lesa meira

Dusan Brkovic gengur til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Dusan Brkovic og mun hann því styrkja lið okkar enn frekar fyrir komandi baráttu í Pepsi Max deildinni í sumar. Dusan er 32 ára gamall varnarmaður sem kemur frá Serbíu en hann á yfir 150 leiki í Ungverjalandi og varð meðal annars Ungverskur meistari árið 2014
Lesa meira

Fjórar frá Þór/KA í æfingahóp U15

Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi á dögunum hóp leikmanna fyrir úrtaksæfingar og á Þór/KA alls fjóra fulltrúa í hópnum
Lesa meira

Nýjar sóttvarnarreglur stöðva íþróttastarf

Nýjar sóttvarnarreglur voru kynntar á fundi almannavarna í dag og taka gildi á miðnætti þar sem allt íþróttastarf var stöðvað auk þess sem 10 manna samkomubann var komið á. KA mun að sjálfsögðu fara eftir reglum og tilmælum stjórnvalda á meðan samkomubannið er í gildi
Lesa meira

Lengjubikarinn úti hjá KA og Þór/KA

KA og Þór/KA léku bæði á útivelli í Lengjubikarnum í dag en KA mætti Breiðablik í 8-liða úrslitunum karlamegin en Þór/KA sótti Fylki heim í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar
Lesa meira

Barist um sæti í undanúrslitum í dag

Það er stórleikur á dagskrá á Kópavogsvelli klukkan 16:00 í dag þegar KA sækir Breiðablik heim í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Breiðablik er með hörkulið og vann alla leiki sína í riðlakeppninni og það með markatölunni 16-2
Lesa meira

Mikilvægur leikur hjá Þór/KA í dag

Þór/KA sækir Fylki heim klukkan 16:15 í Lengjubikarnum í dag en liðin eru í harðri baráttu um sæti í undanúrslitunum og ljóst að gríðarlega mikilvæg stig eru í húfi
Lesa meira

Þór/KA fær 3 erlenda leikmenn

Þór/KA barst heldur betur liðsstyrkur í dag þegar þrír leikmenn skrifuðu undir hjá félaginu fyrir komandi sumar. Þetta eru þær Sandra Nabweteme frá Úganda (framherji), Miranda Smith frá Kanada (miðjumaður) og Colleen Kennedy frá Bandaríkjunum (kantmaður/framherji)
Lesa meira

Aðalfundur Þórs/KA verður 18. mars

Aðalfundur Þórs/KA fyrir starfsárið 2020 verður haldinn í Hamri fimmtudaginn 18. mars næstkomandi og hefst klukkan 19:30. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf og hvetjum við alla sem eru áhugasamir um störf Þórs/KA að mæta og kynna sér það góða starf sem er unnið í kringum kvennafótboltann í bænum
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband