Barist um sæti í undanúrslitum í dag

Fótbolti

Það er stórleikur á dagskrá á Kópavogsvelli klukkan 16:00 í dag þegar KA sækir Breiðablik heim í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Breiðablik er með hörkulið og vann alla leiki sína í riðlakeppninni og það með markatölunni 16-2.

KA endaði hinsvegar í 2. sæti í sínum riðli á eftir Íslandsmeisturum Vals en strákarnir töpuðu einungis gegn Val og mæta hvergi bangnir í verkefni dagsins.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á völlinn og styðja strákana áfram í þessum erfiða leik en fyrir þá sem ekki komast verður hann í beinni á Stöð 2 Sport, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband