Flýtilyklar
Fréttir
11.08.2021
Bikarslagur í Keflavík kl. 17:00
KA sækir Keflvíkinga heim í dag í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en leikurinn hefst klukkan 17:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki komast til Keflavíkur
Lesa meira
04.08.2021
Hallgrímur Mar markahæstur í sögu KA
Hallgrímur Mar Steingrímsson er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu knattspyrnudeildar KA en hann sló metið er hann skoraði tvívegis í 2-1 sigri KA á Keflavík í gær á Greifavellinum. Samtals hefur Grímsi nú skorað 74 mörk fyrir félagið í deild og bikar
Lesa meira
02.08.2021
Mark Gundelach til liðs við KA
Danski bakvörðurinn Mark Gundelach er genginn til liðs við KA og mun leika með liðinu út núverandi keppnistímabil. Mark sem er 29 ára gamall kemur frá HB Köge í Danmörku en hann hefur einnig leikið með Roskilde, SönderjyskE og Nordsjælland í Danmörku
Lesa meira
29.07.2021
Jakob Snær gengur til liðs við KA
Jakob Snær Árnason hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild KA út árið 2024. Jakob sem er 24 ára gamall kantmaður kemur frá Þór þar sem hann spilaði 89 leiki og skoraði í þeim 8 mörk auk þess sem hann lék eitt sumar með KF þar sem hann lék 8 leiki og skoraði 3 mörk
Lesa meira
25.07.2021
KA sækir Leiknismenn heim í dag
Hasarinn heldur áfram í Pepsi Max deild karla í dag þegar KA sækir Leiknismenn heim í Breiðholtið. Með sigri blandar KA liðið sér af krafti inn í toppbaráttuna sem hefur heldur betur harnað að undanförnu auk þess sem KA hefur leikið einum leik minna en flest lið deildarinnar
Lesa meira
19.07.2021
Myndaveislur frá 2-0 sigri KA á HK
KA tók á móti HK á Greifavellinum í gær en leikurinn var fyrsti heimaleikur KA liðsins á Akureyri í sumar. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum auk þess sem að þrjú ansi mikilvæg stig voru í húfi. Ekki skemmdi svo fyrir að veðrið lék við Akureyringa og mættu rétt tæplega 1.000 manns á völlinn
Lesa meira
17.07.2021
Dagbjartur Búi skrifar undir fyrsta samninginn
Dagbjartur Búi Davíðsson skrifaði í gær undir sinn fyrsta samning við meistaraflokkslið KA í knattspyrnu. Dagbjartur sem er 15 ára gamall er gríðarlega öflugur leikmaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína á vellinum
Lesa meira
12.07.2021
Takk fyrir frábæran stuðning á Dalvíkurvelli!
Það hefur ekki farið framhjá neinum að KA hefur spilað heimaleiki sína til þessa á Dalvíkurvelli. Þrátt fyrir að þurfa að gera sér ferð út fyrir bæjarmörkin og svo aftur heim hefur mikill fjöldi stuðningsmanna okkar ekki látið það stoppa sig og hefur mætingin á leikina á Dalvík verið til fyrirmyndar
Lesa meira
12.07.2021
Þór/KA og ÍBV skildu jöfn (myndaveislur)
Þór/KA tók á móti ÍBV í fyrstu umferð seinni hluta Pepsi Max deildar kvenna í fótboltanum í gær. Fyrir leik munaði aðeins einu stigi á liðunum og voru því gríðarlega mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið en á sama tíma og stutt er upp í efri hluta deildarinnar er stutt niður í botnbaráttuna
Lesa meira
05.07.2021
Frábæru N1 móti KA lokið (myndband)
35. N1 mót KA var haldið á KA svæðinu dagana 30. júní - 3. júlí 2021. Mótið heldur áfram að stækka ár frá ári og var metþáttaka í ár er 216 lið kepptu í 9 deildum. Keppendur voru um 2.150 en alls voru leiknir 1056 leikir sem gera 29.832 mínútur af fótbolta
Lesa meira