Dagbjartur Búi skrifar undir fyrsta samninginn

Fótbolti

Dagbjartur Búi Davíðsson skrifaði í gær undir sinn fyrsta samning við meistaraflokkslið KA í knattspyrnu. Dagbjartur sem er 15 ára gamall er gríðarlega öflugur leikmaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína á vellinum.

Á síðasta sumri hampaði hann Íslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum í 4. flokki karla og er í úrtakshópi U15 ára landsliðs Íslands. Það er ekki nokkur spurning að Dagbjartur á framtíðina fyrir sér og verður áfram gaman að fylgjast með framvindu hans í gula og bláa búningnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband