Dagana 27. maí til 1. júní fara Smáþjóðaleikarnir fram í Svartfjallalandi. Þar mun Alexander Heiðarsson taka þátt en alls verða 120 íslenskir keppendur í hinum ýmsu greinum. Hann mun keppa 28. maí en hægt verður að fylgjast með framvindu mótsins á heimasíðu leikanna hér og einnig á heimasíðu ÍSÍ hér.
Mikið verður að gera hjá honum í júdóinu í sumar og mun hann taka þátt í fjölmörgum mótum fyrir Íslands hönd.
Hér má sjá það sem er framundan hjá Alexander.
KA óskar honum góðs gengis á Smáþjóðaleikunum.