Skipting verðlauna á Íslandsmótum 2010
14.04.2010
Nú þegar Íslandsmótum vetrarins er lokið þá er gaman að skoða hvernig skipting verðlauna hefur verið. Hér á eftir er
samantekt um skiptinguna:
Félag:
Gull:
Silfur:
Brons:
Samtals:
JR
22
16
13
51
KA
10
14
12
36
Ármann
11
5
5
21
ÍR
1
8
10
19
Selfoss
7
4
6
17
Grindavik
2
3
3
8
Þróttur
1
2
3
Samherjar
2
2
Vinir okkar í JR er með langbestan árangur og er ástæða til þess að óska þeim til hamingju með það. Við í KA
getum mjög vel við unað, við erum í öðru sæti og einnig getum við hæglega talið með okkar árangri fóstbræður okkar
í Samherjum sem æfa með okkur. Annars er ánægjulegt að sjá hversu mörg félög eru að standa sig vel, sérstaklega er
fjöldi gullverðlauna hjá Selfyssingum verulega flottur.