Bergþór kastar andstæðingi sínum á glæsilegu Uchi Mata
Íslandsmót fullorðinna í júdó fór fram nú um helgina. KA átti þar 12 keppendur og unnu þau til 11 verðlauna.
Bestum árangri náði Helga Hansdóttir, en hún varð Íslandsmeistari í -63kg. flokki. Árangur keppenda KA varð annars
þessi:
Jóna Lovísa Jónsdóttir. Hún keppti í -52kg. flokki og varð í 2.
sæti eftir hörkubaráttu um gullið.
Fiona Ýr Sigurðardóttir. Hún keppti í -63kg. flokki og varð í 3. sæti.
Hún keppti einnig í opnum flokki og varð þar í 5. sæti. Þar vakti glíma hennar við andstæðing sem var hátt í 40kg
þyngri mikla athygli, en Fiona sigraði þá viðureign.
Helga Hansdóttir. Hún keppti í -63kg. flokki og sigraði. Hún keppti einnig í
opnum flokki og komst þar í úrslitaviðureign en tapaði á móti Önnu Soffíu Víkingsdóttur sem verið hefur besta
júdókona Íslands í mörg ár. Helga glímdi mjög vel í úrslitaglímunni og lét Önnu hafa fyrir hlutunum, en Anna
er talsvert þyngri en Helga.
Bergþór Steinn Jónsson. Hann keppti í -66kg. flokki og vann til bronsverðlauna. Hann
tapaði fyrir þeim sem varð Íslandsmeistari eftir að hafa verið kominn með yfirburðastöðu svo það var gremjulega stutt í mun betri
litá verðlaunapeningi.
Ragnar Logi Búason. Hann keppti í -66kg. flokki og vann til bronsverðlauna. Þetta var hans langbesta
mót í fullorðinsflokki.
Aron Daði Bjarnason. Hann keppti í -66kg. flokki. Aron er nýliði og var þetta var hans fyrsta
Íslandsmót. Aron náði ekki að vinna til verðlauna en hann er mjög efnilegur og var þetta mót hugsað sem innlögn í
reynslubankann.
Hans Rúnar Snorrason. Hans er faðir Helgu sem varð Íslandsmeistari í
-63kg. Hann náði ekki að jafna árangur dótturinnar en vann til bronsverðlauna í -73kg. flokki eftir að hafa glímt afar vel.
Adam Brands Þórarinsson. Adam keppti í -81kg. flokki.
Þetta var sennilega sterkasti þyngdarflokkurinn og gerði Adam mjög vel með því að vinna bronsverðlaun í flokknum.
Ingþór Örn Valdimarsson. Hann keppti í -100kg. flokki og komst
þar í úrslitaviðureign á móti Þorvaldi Blöndal sem verið hefur einn besti júdómaður Íslands síðustu 14
ár eða svo. Ingþór barðist vel en réði ekki við reynslu Þorvaldar og tapaði því svo silfrið var hans.
Steinar Eyþór Valsson. Hann keppti
í -100kg. flokki og vann til bronsverðlauna. Þetta var hans besta mót í fullorðinsflokki og sýndi hann miklar framfarir.
Arnar Már Viðarsson. Hann keppti í +100kg. flokki. Eins og
hjá Aroni var þetta mót hugsað sem reynsla og þó svo að Arnar hafi ekki unnið til verðlauna þá sýndi hann miklar framfarir.
Karl Fannar Gunnarsson. Hann keppti í +100kg. flokki og vann til bronsverðlauna. Þetta var hans besta
mót á ferlinum.
Í heildina var árangur mjög góður þó svo að góðir möguleikar hafi verið á að minnsta kosti einum titili til
viðbótar. Tveir öflugir keppendur, þau Kristín Ásta Guðmundsdóttir og Eyjólfur Guðjónsson, voru meidd og gátu
því ekki keppt. Afar líklegt er að þau bæði hefðu verið í baráttu um verðlaun á mótinu.
Hægt er að skoða myndir frá Íslandsmótinu
hér