Fréttir

Ingþór, Bergþór og Helga sigruðu á Vormóti KA í júdó.

Vormót KA í júdó fór fram síðasta miðvikudag. 

Sumartímar í júdó

Æfingatímar í júdó breytast frá og með deginum í dag og verða með eftirfarandi hætti í sumar: Mánudagar kl. 20:00 - 21:30: Júdó. Þriðjudagar kl. 20:00 - 21:30: Þrek. Miðvikudagar kl. 20:00 - 21:30: Júdó. Fimmtudagar kl. 20:00 - 21:30: Þrek. Föstudagar kl. 20:00 - 21:30: Júdó. Þrekæfingar verða til að byrja með í KA-heimilinu.

Norðurlandamótið í júdó - fréttir af okkar fólki

Sunnudagur kl. 11:20 Eyjólfur keppti í fullorðinsflokki í -66kg.  Hann tapaði fyrstu glímu en fékk uppreisn sem hann tapaði einnig.  Hann hefur því lokið þátttöku. 13:40 Eyjólfur fékk uppreisn en tapaði henni.  Þau eru því bæði búin í dag.  Eyjólfur keppir svo á morgun í fullorðinsflokki. 12:47 Helga keppti eina glímu í U20 sem hún tapaði.  Móherji hennar var Sabina Simmelhag.    Eyjólfur tapaði fyrstu glímunni sinni í U20 og ekki enn vitað hvort hann fær uppreisn. 11:20 Helga og Eyjólfur eru að öllum líkindum að hefja keppni í U20 11:20 Helga er búin að keppa í U17.  Hún tapaði báðum glímum og hafnaði í 3. sæti.  Lenti í fastataki í annarri glímunni en í hinni sigraði andstæðingur hennar með 2 yuko.

Norðurlandamótið í júdó er um helgina

Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að fylgjast með úrslitum NM 2009 á slóðinni: http://www.judokisa.net/kisa/pm2009/index.html KA menn eiga tvo keppendur, þau Helgu Hansdóttur og Eyjólf Guðjónsson.  Íslenskir keppendur eru alls 17.  Helga keppir í -57 í aldursflokkunum U17 og U20.  Eyjólfur keppir í -66 í aldursflokkunum U20 og í fullorðinsflokki. Keppt er í U17 í dag fyrir hád en U20 í dag e/hád. Fulorðinsflokkar eru á morgun. Ef þið viljið skoða úrslit út frá nöfnum keppenda þá er hægt að smella vinstra megin á síðunni á flokkinn >Ottelijat > Maittain. Þá sjáið þið öll nöfn keppenda á mótinu, flokkuð eftir þjóðerni. Keppendur eru 373. Kv Hans R.

Fjöldi Íslandsmeistaratitla í júdó orðinn 438.

KA vann sinn fyrsta Íslandsmeistartitil í júdó árið 1979 er Þorsteinn Hjaltason varð Íslandsmeistari.  Nú 30 árum síðar eru titlarnir orðnir 438.  Það eru 135 einstaklingar sem hafa unnið þessa titla.  Flesta titla hefur Freyr Gauti Sigmundsson unnið, eða 25.  Af þeim sem enn eru að keppa er Bergþór Steinn Jónsson sá sem unnið hefur flesta titla en hann hefur unnið 9 sinnum.  Listi yfir Íslandsmeistara félagsins er að finna á júdósíðu KA.

Íslandsmót fullorðinna í júdó, enn einn titill hjá Helgu.

Íslandsmót fullorðinna í júdófór fram í Reykjavík um helgina.  KA átti 10 keppendur á mótinu.  Bestum árangri náði Helga Hansdóttir, en hún varð Íslandsmeistari í -57kg. flokki kvenna.  Frammistaða KA á mótinu var eftirfarandi:

Páskaæfingar

Næstu daga verða æfingar á öðrum tímum en venjulega.  Í dag (Skírdag) og á föstudaginn langa eru júdóæfingar kl. 12:00.  Við hvetjum alla til að mæta.  Hér koma nokkrar myndir frá júdóæfingu í gær.  

KA áfram í 3. umferð á Bikarmóti JSÍ

Sveit KA komst örugglega áfram í 3. umferð á Bikarmóti JSÍ.  Bikarmót JSÍ fer þannig fram í 4 umferðum.  Í hverrii umferð falla neðstu sveitirnar út en hinar halda áfram í næstu umferð.  Nú eru 2 umferðir að baki og er KA ein 6 sveita sem keppa mun í 3. umferð sem fram fer í haust. Myndin hér að neðan er tekin úr viðureign KA við ÍR.  KA-maðurinn Agnar Ari Böðvarsson kastar andstæðing sínum glæsilega aftur fyrir sig á bragði sem heitir Ura-nage.  Agnar er sá sem á myndinni sem enn er með jarðtengingu.

Frábært hjá Helgu á Vormóti JSÍ

Feðginin Helga Hansdóttir og Hans Rúnar Snorrason kepptu á Vormóti JSÍ sem fram fór í Reykjavík nú umhelgina.

Íslandsmót U20

Yngri flokkar KA gerðu góða ferð suður um helgina. Skafti Þór Hannesson KA vann öruggann sigur í -38 kg flokki í aldurshópi 11-12 ára. Skafti er mjög efnilegur judomaður og á örugglega eftir að láta mikið af sér kveða í framtíðinni. Flestar glímur Skafta tóku aðeins örfáar sekúndur og unnust á Ippon. Baldur Bergsveinsson KA vann einnig brons í þessum flokki.