Lovísa Rut íþróttamaður Dalvíkur 2022

Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir var í dag kjörin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2022. Lovísa leikur lykilhlutverk í meistaraflokksliði KA í blaki en stelpurnar eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar auk þess að vera Meistarar Meistaranna.

Kjörið fór fram í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík og er Lovísa heldur betur vel að þessum heiðri komin en hún er tvítug og leikur stöðu miðju í okkar öfluga liði. Óskum Lovísu innilega til hamingju með þennan mikla heiður.