20.11.2023
KA er gríðarlega heppið með sjálfboðaliða. Þeir eru til í tugatali og vinna gríðarlega óeigingjarnt starf fyrir félagið í tíma og ótíma. Góður sjálfboðaliði fær aldrei nægilegt hrós en íþróttafélög treysta mikið á sjálfboðaliða.
KA býður öllum sínum sjálfboðaliðum, stjórnarfólki og öðrum velunnurum í VÖFFLUKAFFI á fimmtudaginn, 23. nóvember. Endilega lítið við í KA-heimilið, fáið ykkur vöfflu sem starfsfólk félagsins ætlar að steikja og takið spjallið við þjálfara félagsins.
16.11.2023
Aðalstjórn KA boðar til félagsfundar fimmtudaginn 30. nóvember klukkan 19:30 í félagsheimili KA-Heimilisins
16.11.2023
Alex Cambray Orrason, kraftlyftingamaður úr KA, hefur lokið keppni á HM í kraftlyftingum með búnaði sem fram fór í Litháen. Okkar maður lyfti samanlagt 810kg og endaði Alex í 10. sæti í sínum flokki, sem er -93kg.
16.11.2023
Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram fimmtudaginn 30. nóv. kl. 20:30 í anndyri Íþróttamiðstöðvar Giljaskóla. Við hvetjum foreldra, þjálfara og aðra sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn.
Efni fundarins:
Sameining við KA og slit á Fimak.
15.11.2023
Ívar Arnbro Þórhallsson er um þessar mundir á reynslu hjá Hammarby IF í Svíþjóð en Ívar sem er 17 ára gamall markvörður er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi KA
15.11.2023
KA/Þór tekur á móti ÍR í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna kl. 18:00 á fimmtudaginn. Leikurinn er sá síðasti fyrir HM hlé og kemur sigur stelpunum okkar í góða stöðu fyrir síðari hlutann
15.11.2023
Alex Cambray Orrason keppir á HM í kraftlyftingum með útbúnað í dag en mótið fer fram í Druskininkai í Litháen. Alex sem keppir fyrir lyftingadeild KA hefur verið einn allra öflugast kraftlyftingamaður landsins undanfarin ár og keppir nú á sínu öðru heimsmeistaramóti
14.11.2023
Fimmtudaginn 16.nóvember munu keppnishópar í hóphópfimleikum, stökkfimi og M -hópur, sýna stökk, dans og ýmiskonar æfingar.
13.11.2023
Fimak komið á almennaheillaskrá - skattafrádráttur. Skráning kemur fram á yfirliti á vef Skattsins
11.11.2023
Í morgun mættu um 150 frískir krakkar/kríli í fimleikaskóla FIMAK og leyfðu foreldrum sínum að horfa á og jafnvel prófa hinar ýmsu æfingar.