02.12.2023
Föstudaginn 1. desember tóku meðlimir úr Stjórn á móti styrk úr Menningar og viðurkenningarsjóði KEA.
02.12.2023
FIMAK verður Fimleikadeild KA
Sameining Fimleikafélags Akureyrar, FIMAK og Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, var samþykkt einróma á félagsfundum beggja félaga sem haldnir voru í gærkvöldi. Sameiningarviðræður hafa staðið yfir undanfarna mánuði en Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær hafa einnig komið að þeim viðræðum.
FIMAK verður lagt niður í núverandi mynd og færist starfsemi þess undir KA sem fimleikadeild félagsins. KA tekur formlega við allri starfsemi FIMAK frá og með deginum í dag, 1. desember.
01.12.2023
Handknattleikslið KA og KA/Þórs standa fyrir veglegu jólahappdrætti og fer sala á miðum fram hjá leikmönnum og stjórnarmönnum liðanna. Alls eru 75 vinningar í boði og er heildarverðmæti vinninganna 1.910.490 krónur
01.12.2023
Sameining Fimleikafélags Akureyrar, FIMAK og Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, var samþykkt einróma á félagsfundum beggja félaga sem haldnir voru í gærkvöldi. Sameiningarviðræður hafa staðið yfir undanfarna mánuði en Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær hafa einnig komið að þeim viðræðum
01.12.2023
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í desember innilega til hamingju.
01.12.2023
Meistaraflokkur karla í fótbolta býður upp á skemmtilegan jólabolta fyrir öfluga iðkendur í 4., 5., og 6. flokki. Strákarnir hafa boðið upp á þetta framtak undanfarin ár við góðar undirtektir og verður boltinn að sjálfsögðu á sínum stað núna í aðdraganda jólanna
30.11.2023
Vissir þú að með því að styrkja KA átt þú rétt á skattaafslætti. Samkvæmt nýjum lögum geta einstaklingar nú styrkt KA um allt að 350.000 krónur en að lágmarki 10.000 krónur á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum
28.11.2023
Mikið hefur verið um að vera hjá Hópfimleikadeild félagsins. FIMAK sendi frá sér lið á Haustmót 1 helgina 18.nóv þar sem 4.flokkur kvenna kepptu í hófimleikum, þær gerðu gott mót og stóðu sig frábærlega vel.
Einnig átti FIMAK 3 lið um sl.helgi á Haustmóti 2 sem haldið var á Selfossi þar sem 3.flokkur og 2.flokkur kepptu í Hópfimleikum. Allar stóðu þær sig frábærleg, miklar framfarir og bætingar hjá liðunum sem enduðu í 6.sæti,12.sæti og 16.sæti.
Við erum ákaflega stolt af iðkendum okkar og þjálfurum sem hafa unnið vel í haust og verður gaman að fylgjast með þessum hópum á mótunum eftir áramót!
28.11.2023
Í hádeginu á föstudaginn, 1. desember, verður fyrsta af mörgum föstudagsframsögum í vetur í KA-heimilinu.
Á stokk mun stíga Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari meistaraflokks KA í handbolta, þar sem hann mun kynna sig og starf sitt með KA-liðið það sem af er vetri.
Í matinn verður Grísastnitzel í raspi, kartöflur, sósa og meðlæti. Eitthvað sem allir elska! Verði verður stillt í algjört hóf en það kostar 1990kr með drykk!
27.11.2023
Um helgina hélt júdódeild KA Norðurlandsmót í júdó í KA heimilinu. Alls voru 34 keppendur frá þremur klúbbum norðurlands, Pardusi frá Blönduósi, Tindastóli frá Sauðárkróki auk júdódeildar KA.
Langflestir keppendur voru að keppa á sínu fyrsta móti og því mikil spenna og eftirvænting meðal keppenda. Þátttökuverðlaun voru veitt fyrir aldursflokkinn 6-10 ára.
Tveir flokkar voru í ungmennaflokkum. Í -46kg flokki voru úrslit eftirfrandi:
1. Bjarkan Kató Ómarsson (KA),
2. Þröstur Leó Sigurðsson (KA),
3. Sigtryggur Kjartansson (KA).
Í -50kg.: voru úrslit eftirfarandi:
1. Jón Ari Skúlason (KA),
2. Gísli Valberg Jóhannsson (KA)
3. Caitlynn Morrie Sandoval Mertola (Tindastóli).
Í unglingaflokki í -73kg.:
1. Birkir Bergsveinsson (KA).
2. Þröstur Einarsson (Pardus)
3. Freyr Hugi Herbergsson (Tindastóll).
Í fullorðins flokki í +100 kg.:
1. Björn Grétar Baldursson (KA).
2. Snæbjörn Rolf Blischke Oddsson (KA)
3. Breki Mikael Adamsson (KA).