09.04.2024
Karlalið KA í blaki tryggði sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar á dögunum með frábærum 3-1 heimasigri á liði Þróttar Fjarðabyggðar. Strákarnir unnu þar með einvígið 2-0 en þeir höfðu áður unnið 0-3 sigur fyrir austan
08.04.2024
Einar Rafn Eiðsson gerði sér lítið fyrir og tryggði sér markakóngstitilinn í Olísdeildinni annað árið í röð. Þetta er ótrúlegt en satt fjórða árið í röð sem að KA á markakóng deildarinnar en allir eru þeir örvhentir, sem er mögnuð staðreynd
04.04.2024
KA gerði sér lítið fyrir og vann sannfærandi 34-29 heimasigur á sterku liði Vals í síðasta heimaleik strákanna í Olísdeildinni á dögunum. Með sigrinum lyfti KA liðið sér upp í 7. sæti deildarinnar og er nú öruggt um sæti í úrslitakeppninni. Á sama tíma sló liðið Val út í baráttunnu um Deildarmeistaratitilinn
03.04.2024
Valdimar Logi Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2026. Valdi er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem hefur á undanförnum árum verið að vinna sér stærra og stærra hlutverk í meistaraflokksliði KA
03.04.2024
Stjórn Fimleikadeildar KA boðar til aðalfundar miðvikudaginn 24.apríl kl 20:00. Fundurinn verður haldinn í fundarsal KA Dalsbraut 1. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að senda tilkynningu um framboð á formadur@fimak.is
03.04.2024
Akureyrarfjör fer fram um komandi helgi, þar fá iðkendur frá grunnhópum og upp tækifæri til að taka þátt og keppa á stórkemmtilegu innanfélags móti.
Hér má sjá dagskrá og mótaskipulag mótsins
29.03.2024
Knattspyrnudeild KA barst í dag heldur betur stórkostlegur liðsstyrkur þegar Viðar Örn Kjartansson skrifaði undir samning við félagið. Viðar Örn er einhver allra mesti markaskorari í sögu Íslands og segir það ansi mikið um það umhverfi sem við höfum skapað hér fyrir norðan að Viðar Örn gangi í raðir KA
28.03.2024
Dagbjartur Búi Davíðsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA út árið 2026. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Dagbjartur Búi er gríðarlega spennandi ungur leikmaður sem er að koma upp úr yngriflokkastarfi KA
27.03.2024
Úrslitakeppnin í blakinu er framundan þar sem karla- og kvennalið KA stefna á að verja Íslandsmeistaratitla sína. Til að undirbúa sig fyrir stærstu leiki tímabilsins fóru bæði lið í æfingaferð til Alicante á Spáni en hópurinn hélt utan í gær, þriðjudag